Að sjálfsögðu á að opinbera þennan viðbjóð

Hugrökk kona. Situr undir skítnum frá kráarþingmönnunum og tilheyrir þeim hópum sem þeir tala um. Kemur svo fram. Opinberar sig. Getgátur hafa verið um hver Marvin sé. Komið í ljós. Kona, samkynhneigð, fötluð og öryrki. Verði Sigmundi Davíð að góðu að lögsækja konuna. Hann hefur ítrekað látið það í ljós. 

Anna Kolbrún grefur enn frekar sína gröf. Segir starfsmenn Alþingis vera sömu durta og kráarþingmennirnir eru. Skömm að þessu.


mbl.is „Ég er þessi Marvin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurningin er, er það tilviljun að meintur hlerari sé sagður vera kona, saqmkynhneighð, fötluð og öryrki?
Hjá öllu eðlilegu fólki blikka rauð ljós og aðvörunarhljóð berast úr sírenum, þegar "fórnarlambið", hlerarinn, tikkar í öll box "social justice warriors"

Auðvitað ræður þú því hvort þú trúir svona kjánaframsetningu, sem augljóslega er ekkert nema fagmanlega unnið tilfinningaklám.
En eins og annað klám, þá er þetta fremur óþægilegt fyrir þokkalega greint og skynsamt fólk.

Hilmar (IP-tala skráð) 7.12.2018 kl. 11:17

2 identicon

Komi efasemdarmaðurinn upp þá eru 50% líkur á að viðkomandi segi satt. Hvað hver trúir er á eigin ábyrgð. Staðreyndin er að viðbjóðurinn valt upp úr kráarþingmönnunum. Ekki afsakanlegt nema með afsögn. 

Mér þykir konan leggja mikið á sig ef kráarþingmennirnir ákveða að kæra hana og svo allt í plati þetta var ekki ég. En vogun vinnur, vogun tapar!

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2018 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband