26.11.2018 | 21:25
Akureyri er láglaunabær
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar undrast að ekki fjölgi í bænum. Meina að það sé m.a. vegna dagvistunarskorts. Svo er ekki. Bærinn er láglaunabær og fátt eftirsóknarvert við það. Grunnskólakennarar hætta störfum fái þeir svipuð eða betri laun fyrir aðra vinnu. Akureyrarbær hefur múlbundið þá í vinnu, með vinnustund. Sveigjanleiki hjá Akureyrarbær er horfinn. Allavega fyrir almúgann. Bæjarstjóri er vel launaður. Fær laun sem svarar til 300% vinnu grunnskólakennara. Nei bæjarfulltrúar þurfa að grandskoða eitthvað annað en framboð dagvistunarúrræða.
Athugasemdir
Ég er ekki hissa. Þurfi fólk að leita til dæmis til barnaverndar í bænum þá taka á móti þeim starfsmenn sem hafa annars staðar fengið áminningu, verið síðar færðir til Akureyriar og eins og dæmin sanna jafnvel fengið á sig dóma vegna framgöngu sinnar í starfi. Það virðist vera að barnavernd Akureyrar sé nokkurskonar ruslakista annara nefnda sem hafa setið uppi með vandræðapésa og þurft að losna við. Nú nefni ég til dæmis eitt dæmi sem er ekkert leyndarmál og kom fram í fjölmiðlum þegar Harpa Ágústsdóttir var dæmd í Héraðsdómi fyrir að hafa án heimildar tekið nokkurra klukkustunda gamalt barn í heimildarleysi af ungum foreldrum og fært í fóstur. Hún starfar þarna enn, var áður hjá barnavernd í Hafnarfirði og færð til eftir að alvarlegt mál kom þar upp sem tengist henni. Hægt að fletta upp á google ef einhverjir hafa áhuga. Eru bæjarstjórnarmenn svo hissa á að ekki fjölgi í bænum ? . Ég held að þeir ættu að skoða aðeins hverjir eru í forsvari fyrir þá. https://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5523089
Svo ef flett er upp á timarit.is í dv frá 22 júní frá árinu 2005 og blaðsíðu fjögur er hægt að sjá niðurstöðuna í dómsmálinu, kann ekki að setja það inn hér.
Helgi (IP-tala skráð) 26.11.2018 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.