25.10.2018 | 15:30
Misnotkun
Hef samúð með fórnarlömbum ofbeldis af hvaða tagi sem það er. Kvennafrídagurinn var misnotaður í þetta skiptið svo um munar. Árið 1975 flykktust konur á Austurvöll, jafnrétti á vinnumarkaðnum og jöfn laun var kjörorðið. Með tímanum hefur þessi dagur verið skrumsældur með alls konar viðbótum. Oftar en ekki af femínistum sem fara út í öfgar. Steininn tók úr í gær. Kjarabarátta og jafnrétti launa hefur ekkert með kynbundið ofbeldi að gera, hvort sem karl eða kona beitir því. Að auki neita forystusauðir dagsins að rétta tölur Hagstofunnar af. Alger hneisa. Við ölum komandi kynslóðir á röngum tölum. Slæmt. Mjög slæmt.
Vissu að ákvörðunin yrði umdeild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |