Vont ef tölurnar eru ekki réttar

Bagalegt að hafa ekki réttar tölur. Við konur tökum þessu mjög alvarlega. Það sást í dag. Teljum okkur bara fá  um 75% af launum karlpunganna. „Töl­fræði Hag­stof­unn­ar um at­vinnu­tekj­ur manna tek­ur ekki til­lit til vinnu manna, vinnu­tíma, mennt­un­ar, reynslu, manna­for­ráða eða annarra þátta sem jafn­an er litið til í launa­könn­un­um sem gerðar eru til að kanna kyn­bund­in launamun,“

Reyndar eru margar stéttir með sömu laun óháð kyni. Hvar er launamuninn að finna. Í fjársýslunni og stjórnunarstöðunum þar? Væri forvitnilegt að greina launamuninn betur niður. 


mbl.is Rangar ályktanir um launamun kynja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt, það er ekkert tekið tillit til þess að "karlpungarnir" ykkar vinna miklu fleiri tíma og hafa því hærri tekjur. Ekkert flókið. Þetta er staðfest af Hagstofunni, en forsætisráðherra Íslands virðist bara eeki hafa frétt þetta m.v. hvatninguna í morgun. Vonandi var hún samt í góðri trú. Ég trúi ekki öðru.

Öreigur í Hruna (IP-tala skráð) 24.10.2018 kl. 21:35

2 identicon

Það eru margir sem skilja ekki hver munurinn á launum og tekjum er. Töl­ur Hag­stof­unn­ar um meðal­at­vinnu­tekj­ur karla og kvenna á vef Kvenna­frí­dags­ins segja ekkert um hvort það sé einhver launamunur. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið benda til þess að launamunur sé óverulegur. Og sennilega þurfa konur að bæta við sig vinnu til að ná tekjum karla ef taxtar og tímakaup (laun) eru eins hjá konum og körlum. Það virðist sem konur séu að fá um 75% af tekjum karla fyrir um 75% af vinnutíma karla en séu á sömu launum. "Jafnréttisbaráttan" þarf því að fara að snúast um það að auka vinnu kvenna til að þær hafi sömu tekjur og karlar.

Vagn (IP-tala skráð) 24.10.2018 kl. 22:27

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Tekjumunurinn liggur eflaust að talsverðu leyti í því að í mörgum "kvennastörfum" eru laun oft lægri en í "karlastörfum".

Þorsteinn Siglaugsson, 24.10.2018 kl. 23:43

4 identicon

Tölurnar eru ekki rangar, þær eru bara túlkaðar rangt, kæmi mér ekki á óvart að það sé gert viljandi.

Ef tekin eru laun allra einstaklinga óháð öllum þáttum, þá fæst þessi munur, það er villandi/rangt/lygi að halda því fram að þetta sé munur á tímakaup kynjanna, þar sem það á eftir að taka alla þessa þætti inn í sem valda þessum mun og er enginn af þeim tengdur kyni, allt er þetta val á atvinnu, menntun, mannaforráð, fjöldi tíma unnir o.þ.h.

Og þessi lygi sem er haldið uppi af "kvenna baráttunni" gerir ekki neitt nema skemma þeirra málstað.

Halldór (IP-tala skráð) 24.10.2018 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband