21.10.2018 | 20:40
Kvennahópurinn heldur áfram- nú er það kynsystir
Karlmenn sátu ekki á sér með illkvittnisleg og ljót ummæli eftir að Jón Steinar opinberaði kvennasíðu sem heldur úti skemmtiefni að þeirra sögn. Það sem karlarnir sögðu má lesa hér og er engum til eftirbreytni, https://stundin.is/grein/7659/dreifa-mynd-af-borgarstarfsmanni-kalla-hana-oged-og-brundfes-sem-aetti-ad-naudga/ Skömm að þessu.
Ein úr kvennahópnum skrifar ,,Ofbeldið sem ríður yfir hana í dag er með því viðbjóðslegasta sem ég hef séð og hafi það ekki verið á hreinu hef ég ýmsa fjöruna sopið í þeim bransa. Vildi óska að umrædd kona hefði sömu skoðun á ummælum kvennanna í hópnum hennar. Hvoru tveggja sorp.
Hún heldur áfram ,,Hetjur internetsins tóku svo við og nú er búið að birta mynd af henni á Facebook sem hefur, þegar þessi orð eru skrifuð, verið deilt tæplega 40 sinnum. Hetjudáðin lítilmannleg. Hvorki karlar né kvennahópurinn sem umrædd kona er þátttankdi í lætur sitt eftir liggja í óhróðri um fólk. Engar hetjur hér á ferð. Væri ekki gott að fólk tæki til í garðinum heima.
Svo bætir þessi ágæti hópmeðlimur skemmtihópsins við ,,Í athugasemdum sem um hana hafa fallið er vitanlega rangt farið með nokkurn veginn allt. Þetta virðist algilt þegar eitt og annað er fullyrt um annað fólk. Einhver segir eitthvað til að koma höggi á viðkomandi og það er látið flakka. Líka í skemmtihóp kvennanna.
Sorglegra en orð fá lýst að lesa skjáskot úr skemmtihópnum sem Jón Steinar fletti ofan af um daginn. Nú fær kona útreið. Umrædd kona fór í viðtal um daginn og kynsystur skemmta sér yfir því. Á hennar kostnað. Vinaþelið og góðmennskan skín í gegn.
Hér má sjá nokkur ummæli.
,,Ég hef bara aldrei rekist á skynsamlega orð frá þessari konur, og hefur hún haft nóg að tala um sl. Misseri. Svo fæst hún við ljóðagerð sem er að mínu mati bara sóun á gagnamagni á internetinu. Hún mætti satt best að segja að segja bara stfu.
,,Nei sko hún ræðst aldrei á neinn og gerir aldrei neitt á hunt neins!! Hún hefur betra siðgæði en við allar til samans, enda er hún móðir drengja og not like the other girls!
,,Sterkur og stor karlamður Klettur Konan er ekki i nutimanum Hun er eins og gengin ut ur afdal og hja henni er arið 1967
,,Mér finnst að fleiri konur ættu að skrifa pistil til varnar sonum sínum. Þetta eru ekkert smá erfiðir tímar fyrir karla.
,,Hvað er að þér- hún er að verja syni sína.
,,Haha jú, mér heyrðist hún eiginlega í lokin í raun vera að kvarta undan því að þér séu engir kallar á lausu sem eru eins og henni finnst kallar eigi að vera.
,,...ég bara rúmlega bilast.
,,Að sjálfsögu. Við erum bara náttúrulega bara ógeðslega vondar konur sem vilja bara ráða yfir öllum köllum og gera þá að aumingjum.
,,Er hún ekki bara svona veik af meðvirkni gagnvart drengjunum sínum.
,,Og öllum öðrum körlum í heiminum held ég.
,,Jæja hún er með opið bréf til hópsins á veggnum sínum. Hvað liggja hérna margar í leyni og screenshota einsog maskínu beljur. Fallega talað um kynsystur og einkennandi fyrir orðfæri þessarar stúlku inni á kvennasíðunni.
Svona tjáir karlmaður sig innan um konurnar.
,,Ég er svo lítill í mér að ég elska þessa grúppu og er ógeðlega glaður að fá að vera hér inni.
Er ekki mál að linni. Snúum okkur að málefnunum. Þau eru mörg sem þarfast lagfæringar, fyrir bæði kynin og ekki síst börnin.