21.10.2018 | 13:53
Sóðaskapur- á hvorn veginn sem er og á hvaða aldri sem er
Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um hegðun unga fólksins á netinu. Neteinelti þar sem börn og unglingar ráðast að öðrum með ljótum orðum. Án minnsta tilefnis. Starfsfólk skóla berjast við slíkt einelti má segja í viku hverri. Fullorðið fólk rís upp og finnst skólastofnunin sem slík ekki gera nóg. Spurning hvort skólafólk berjist við vindmyllur.
Með sanni má segja að netheimar hafi logað. Upp komst um kvennahóp sem telur það rétt sinn að svívirða aðrar manneskjur. Bara karla og allt í gríni. Sennilega fá konur eins og ég sinn skerf. Það var tilkynnt sérstaklega á síðunni að nú hafi ég bloggað. Mér er meira í mun að gagnrýna málefni en menn. Málefnin fara fyrir lítið í kvennahópnum. Þau virðast aukaatriði enda á síðan að vera skemmtiefni. Góð fyrirmynd að skemmtiefni fyrir unga fólkið!
Ég ákvað að kíkja á nokkur ummæli sem féllu í lokaða kvennahópnum. Andúð kvennanna tók sig upp að nýju þegar ákveðinn lögfræðingur ákvað að sæki mál kennarans sem var rekinn frá HR. Ummæli kennarans voru óheppileg en í samhengi við stóru myndina virðast þau rökrétt ef marka má orð stjórnenda og meðlima kvennasíðunnar þegar þær ræða eigin ummæli. Bent var á að lögfræðingurinn yrði að skoða samhengi umræðunnar. Varla gerður greinamunur á!
Tek fram að ummæli lögfræðingsins á sínum tíma voru á engan hátt viðeigandi, engan veginn. Það réttlætir ekki persónuníð eins og konurnar viðhafa. Farið í málefnið.
Sjáið þið fyrirmyndirnar. Hér eru mæður, systur, dætur, frænkur, ömmur og kannski langömmur!
Ein ummælin á mannauðsstjóri.
,,Ég er drulluspæld að hafa ekki tekið þátt í þessari umræðu og ekki fengið nafnið mitt þarna. Finnst hann samt drulluhali. Hei Jón Steinar fer ég í næstu grein?
,,Vá. Bara vá. Ekkert samhengi, bara kópur kvenna að úthúða okkar allra bestu snúllum, meira að segja aðal.
,,Plís sheraðu þessu á dv greinina...Var búin að gleyma að þessi vibbi væri Hæstaréttar dómari. Ekki furða að nauðgarar sleppi með enga eða grálega lita dóma þegar svona risaeðlur fá að ráða.
,,Ó stelpur, nú var Bubbi Morthens að henda sér í slaginn í deilingu Smartlands-Mörtu á greininni. Þetta verður stöðugt merkilegra allt saman.
,,Og ótrúlegt en satt gleymdi...blessunin að fjarlægja myndina sína af öllum skáskotunum sem hún sendi ...þetta er svo gáfað fólk að það nær ekki nokkurri átt.
,,Hversu margar af okkar semsagt kynsystrunum eru hér inni af annarlegum forsendum og hvernig er hægt að loka fyrir þær?
,,Finnst þetta bara svo skammarlegt, reyna að koma sundrungu og ósamstöðu gagnvart kynsystrum sínum! Yndislegar.
,,Ég held að hann sé bara ennþá sár eftir að HR prófessorinn var rekinn þrátt fyrir mótmæli Júlla Sigga sjálfs. Lyktar pínu eins og nornaveiðar að nefna konurnar við kommentin. En hvað veit ég með minn auka konuheila, ég ætti auðvitað að vera að mótmæla Jonna Sjonna.
,,ARRRG hann hringdi í konu og spurði út í komment, en vissi ekkert í hvaða grúppu eða hvenær það hefði verið skrifað. Þegar hún kveikti ekki strax á perunni var hún AUGLJÓLEGA að feika það og vera vond við elsku litla blómið.
,,Vá eigum við að taka upp þann sið að hringja í alla sem eru með leiðindi á netinu? Ógna svolítið.
,,...neinei, það er svo ódömulegt fáum pabba og bræður okkar til að gera það.. verja heiður okkar!
,,Aaaah kommentin hérna á Vísi. Er skilningur fólks enginn? Hvernig nær þetta fólk að halda lífi svona skilningslaust!
,,Takk já nú erum við frægar.
,,Jón Steinar, við viljum ekki ræða við þig af því þú ert með geðsjúkdóm sem heitir kvenfyrirlitning. Rök þín eru rotin. Það að konur vilji ekki hitta þig og ræða mál ,,á málefnalegum grunni feðraveldisins er ekki aðför að tjáningarfrelsi karla. Veistu ekki herra lögkarl!? Skilur þú ekki 73. Gr. Stjórnarskrá og 10.gr. MSE?
,,...já hvernig læt ég. Hélt smá stund að ég gæti hagað mér eins og þessi merkilegi maður.
,,Og svo er alveg massa umræða inná DV sem ég ætla ekki að deila af því ég vil ekki að þeir fái ´hittin´ (það er sko orð!). Greyið strákarnir sem greinilega hafa enga stjórn á kvenþjóðinni. Vita ekkert hvað á að segja og gera með allar þessar blessaðar konur að gera grín að öllum þessum merkilegum einstaklingum með Y litning.
,,Ég er bara ógeðslega sár að hann hafi ekki haft tinder commentið mitt með. MISMUNUN.
,,Lærdómur dagsins: Það má tala illa um konur í lokuðum Facebook hópum, en ekki Jón Steinar Gunnlaugsson.
Augljóst, skrifa á grein í blað þar sem ummæli og störf Jóns Steinars verða dregin fram í sviðsljósi, sennilega til að réttlæta svona orðfæri.
,,Byrjuð að skrifa bréf til blaðsins. Hendið á mig linkum.