12.10.2018 | 15:05
Háskólastofnun til skammar
Hreint ótrúlegt að fylgjast með þessum frasa. Að nokkurri menntastofnun detti í hug að víkja starfsmanni úr starfi vegna málfrelsis er með ólíkindum. HR setur niður við þennan gjörning og má ætla að umræður um hin ólíkum málefni fái ekki að blómstra innan veggja háskólans miðað við þennan gjörning. En allt tekur enda og þetta mál líka. Virðist stefna í uppgjör í dómssal. Verður fróðlegt að fylgjast með.
Horft á heildarmynd, ekki einstök atvik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Málfrelsinu fylgir ábyrgð. Þú getur prufað að setja aðra hópa í stað kvenna og sjá hvort það sem sagt var sé verjanlegt. Þætti þér það verjanlegt ef einhver segði svarta reyna alltaf að troða sér þar sem hvítir vinna eða að hann vildi síður vinna með gyðingum?
Kennarastarfið var lengst af karlastarf þar til konur fóru að troða sér í það, svo notað sé orðbragð sem þú hefur þegar samþykkt sem réttlætanlegt. Væri í lagi að segja að kvenkennarar hafi allar fengið prófgráðuna og starfið út á kynferðið en ekki þekkingu og færni, og að það sem bjargað hafi menntun í landinu séu þeir fáu karlmenn sem enn starfa í greininni? Hvernig þætti þér það viðhorf yfirmanna, samkennara eða nemenda? Væri í lagi að þannig umræða fengi að blómstra innan skólans og þjóðfélagsins? Væri í lagi að hefja þá umræðu og sjá hvort ekki sé hægt að fjölga þeim sem sjá sannleikskorn í þessu, og þá jafnvel með það í huga að hækka laun karlkennara eða lækka laun kvenkennara? Eða væri það óábyrg og ámælisverð misnotkun á málfrelsinu?
Vagn (IP-tala skráð) 12.10.2018 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.