8.10.2018 | 19:09
Óásættanleg framkoma HR
Það á ekki að líða svona framkomu af hálfu skólans. Maðurinn á að leita réttar síns. Engin áminning. Brotið er ekki þess eðlis að það krefjist brottreksturs að mínu mati.
Kristinn biður konur afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek undir með þér, Helga Dögg.
Jón Valur Jensson, 8.10.2018 kl. 19:58
Eins og talað frá mínu hjarta, Þetta metoo er komið algjörlega út fyrir allt sem rökrétt er.......
Jóhann Elíasson, 8.10.2018 kl. 22:13
Sæl Helga.
Ég er glaður að lesa þessa færslu þína og er reyndar sannfærður í hjarta mínu um að flestar konur séu þér sammála, þó þær láti berast með þessari bylgju.
Jónatan Karlsson, 8.10.2018 kl. 22:38
Eins og aðrir launþegar einkafyrirtækja þá á hann rétt á að fá uppsagnarfrestinn greiddan. Annað ekki. Einkafyrirtækjum er frjálst að reka starfsmenn sem ekki eru stjórnendum þóknanlegir. Þar njóta perrar og karlrembur ekki þeirrar verndar sem störf hjá hinu opinbera veita.
Vagn (IP-tala skráð) 9.10.2018 kl. 02:51
Vagn er greinilega á neinum vagni heilbrygðrar skynsemi. Þvílíkur andskotans asni! Sennilega einn af þeim sem telur sína skoðun eina rétta, og lögsækja beri alla aðra, sem hugsa öðruvísi. Svei þér Vagn, án hests!
Halldór Egill Guðnason, 9.10.2018 kl. 03:46
Mér finnst nú bara eðlilegt að menn með svona lélegt viðhorf til annarra manneskja séu ekki starfandi á menntastofnun. Ólíkt risaeðlunum hérna þá fagna ég þessari niðurstöðu.
Jón (IP-tala skráð) 9.10.2018 kl. 08:18
Ég er sammála því að oft gengur fólk of langt í orðum og gjörðum, en mér finnst of djúpt í árina tekið að reka mann sem lýsir því yfir að hann óttist afleiðingar þess að starfa við hlið kvenmanns. Eins og víða kemur fram, er varla þorandi að horfa á sumt kvenfólk eða segja typpi í návist þess, því að það gæti kært viðkomandi fyrir áreiti. Meetoo byltingin hefur skilað mjög miklu, en hún hefur e.t.v. líka ýtt undir eitthvað sem varla má kalla annað en ýkjur og mistúlkun.
Pálína (IP-tala skráð) 9.10.2018 kl. 12:38
Sæll Jónatan.
Ef ekki, þá er ég risaeðla. Konur eru oft á tíðum þreyttar á öðrum konum sem gjósa upp við svona mál eins og þetta. Við erum komin ansi aftarlega á merina ef þetta verður raunin að einstaklingur missi vinnuna vegna skoðana.
Jón, viðhorfið skiptir ekki máli heldur framkoman. Það hefur ekki komið fram að hann hafi hallað á nokkurn mann í HR og því er glórulaust að hægt sé að reka fólk vegna viðhorfs, þó menntstofnun sé. Sem betur fer dæmi Hæstiréttur Snorra í Betel í vil, þó ég sé ekki sammála skoðunum eða viðhorfi hans, þá lét hann aldrei nokkurn tímann nemendur finna eða heyra sín viðhorf í vinnunni.
Það er komið gott af notkun ,,Ég lika" hreyfingunni eða öllu heldur misnotkun hennar víða.
Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2018 kl. 16:40
2 atriði finnst mér frekar merkileg hvað þetta mál varðar.
Það fyrsta er að HR er Háskóli og byggir sem slíkur undirstöður á því að hér sé tjáningarfrelsi. Fræðimenn þurfa jú þetta tjáningarfrelsi til að geta stundað fræðistörf sín án þess að vera ofsóttir af yfirvöldum fyrir óvinsælar hugmyndir. Það er því nokkuð skondið að skólinn reki starfsmenn sína fyrir það eitt að tjá óvinsælar skoðanir. Sérstaklega þar sem ummælin hvorki tengdust skólanum né voru látin falla á vettvangi hans. Þetta er hinsvegar nokkuð sem við erum að sjá gerast um hinn vestræna heim innan háskólanna og flestum virðist þetta gott mál því þeir trúa því að verið sé að takast á við vonda rasista með þessum hætti.
Hitt atriðið er það að fólk tönnlist á því að HR sé einkafyrirtæki. Jú HR er í einkaeigu og greiðir eflaust eigendum sínum arð en meira en helmingur af rekstrartekjum skólans (50-60%) koma frá ríkinu. Mér finnst allaveganna ákveðin kaldhæðni í því að háskólastofnun sé á spena ríkisins og byggi faglegan grundvöll á því að hér sé við lýði réttarríki en telji svo að starfsmenn skólans njóti ekki tjáningarfrelsis nema þegar þeim hentar.
Krúttbert (IP-tala skráð) 9.10.2018 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.