6.7.2018 | 10:42
Sorglegt að karlmenn hverfi úr starfi
Mjög slæmt að horfa á eftir karlmönnum úr kennarastéttinni. Það er nemendum nauðsynlegt að hafa bæði kynin innan veggja skólanna. Nemendur koma úr umhverfi þar sem nær eingöngu konur starfa, leikskólanum, og síðan tekur við annað kvennaumhverfi, grunnskólinn. Margir nemendur búa svo hjá mæðrum sínum og geta farið í gegnum æsku sína án aðkomu karlmanns. Það þykir mér slæm þróun því kynin eru um margt ólík og gott fyrir nemendum að hafa fyrirmyndir beggja kynja.
Menn velta vöngum yfir hvað þurfi til að laða karlmenn inn í kennarastéttina. Fátt um svör þegar stórt er spurt. Launin er oftast nefnd. Binding innan skólanna. Foreldrasamstarf hefur breyst og er erfiðara en áður, mörgum hugnast það ekki. Það tapa allir þegar karlmenn hverfa úr stéttinni.
Réttindalausum kennurum fjölgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er þróunin í stéttum þar sem konum fjölgar og þær ná meirihluta. Við það eru kjarasamningar samþykktir sem karlar hefðu hafnað. Og þá ýmist fækkar karlmönnum eða þeir hætta að leita í störfin.
Vagn (IP-tala skráð) 6.7.2018 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.