19.5.2018 | 19:29
Mun aldrei stíga fæti mínum þarna inn
Stjórn Hörpu hefur sýnt landanum, sem á Hörpu, ótrúlega mikla vanvirðingu. Reksturinn stendur ekki undir sér samt er launahækkun forstjóra og stjórn staðreynd. Veit ekki betur en þegar illa gengur á heimili þá draga heimilisfólk saman en þenur ekki fjárhaginn út.
Sama með fyrirtæki N1 mun aldrei versla við þá, ekki að ég hafi gert það oft en þetta er eini möguleiki minn til að mótmæla ofurhækkun forstjóra.
Fallið verði frá hækkun stjórnarlauna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl Helga Dögg.
Ég má til með að bæta því við færslu þína, að ég var í viðskiptum við N1, uns daginn sem ég las að Bjarni Benediktsson hefði ráðið Kristján Arason (Þorgerðar og Hægri snú) í yfirmannsstöðu hjá félaginu. Síðan hef ég ekki keypt dropa hjá þeim.
Ég mæli heldur ekki með tryggingafélagi sem einu sinni hefur orðið uppvíst að því að braska með eða stela bótasjóðum félagsmanna sinna og ég mun sannarlega ekki að stíga fæti framar inn á viðburði í Hörpu við óbreyttar aðstæður.
Jónatan Karlsson, 20.5.2018 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.