Breyta þarf kosningafyrirkomulaginu

Ólíðandi að menn geti flutt lögheimili sitt ef ,,behag" til að komast inn á þing. Sigmundur vissi að hann hefði ekki möguleika þar sem hann býr og þá er þetta úrræði notað. Hann er ekki einn um þetta, fleiri þingmenn hafa leikið sama leik. Fyrir hvert stjórnmálaafl á að vera einn landslisti og það á að vera flokkanna sjálfra að passa upp á jafnvægi landshlutanna. Velti fyrir mér hvenær þeir hafa þor og getu til að taka á löngu úreltu kosningakerfi og svo á eitt atkvæði að gilda eitt atkvæði.


mbl.is Flytur lögheimilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Það þarf alls ekki að vera með lögheimili í kjördæmi til að bjóða fram í því kjördæmi í Alþingiskosningum. 

Lögin eru öðruvísi um sveitarstjórnarkosningar, þú þarft að hafa lögheimili í því sveitarfélagi sem þú býður fram í.

Einar Karl, 14.5.2018 kl. 09:28

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei lögin eru eins um bæði tilvikin, það er bara ekki farið eftir þeim (þ.e. stjórnarskránni) við mat á kjörgengi í Alþingiskosningum.

Samkvæmt 34. gr. er kjörgengur við kosningar til Alþingis hver sá ríkisborgari sem kosningarrétt á til þeirra og hefur óflekkað mannorð.

Frambjóðendur til Alþingis eru samkvæmt þessu aðeins kjörgengir í kosningum í því kjördæmi þar sem þeir hafa kosningarétt = lögheimili.

Dæmi: Frambjóðandi með lögheimili á Hvolsvelli hefur rétt til að kjósa Suðurkjördæmi og er því kjörgengur í því kjördæmi. Hann hefur aftur á móti ekki kosningarétt í Reykjavíkurkjördæmi-Norður og getur því ekki heldur verið kjörgengur í því kjördæmi. Eins og fyrr segir eru samt þrátt fyrir þetta mörg dæmi um að menn hafi fengið að bjóða sig fram utan eigin kjördæmis.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.5.2018 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband