Skyldi Steingrímur hafa þegið aksturspeninga?

Steingrímur J. var í Kastljósi í kvöld. Mér fannst hann fara undan í flæmingi. Ætli hann hafi þegið aksturspeninga, eða bílaleigubíl, á framboðsfundi á Norðausturlandi (búsettur í RVK í áratugi) meðan hann var í kosningabaráttu undir því yfirskini að sinna kjósendum sem þingmaður. Það er eitthvað mikið bogið við þetta kerfi og þingmenn hafa þagað þunnu hljóði yfir þessu. Álit minn á þingi og þingmönnum minnkar stöðugt. Hvað þarf til að alþingismenn reisi sig upp úr öskustónni, mér er spurn. Það er ekki eitt heldur allt. Dómsmálaráðherra dæmdur fyrir að fara ekki að lögum- ekki sammála. Þingmaður vill  ekki leigja bíl til að spara skattgreiðendum milljónir- hann vill ráða því. Þingmenn sem þiggja aksturspeninga í framboðsferðum sínum- af því Alþingi hefur ekki sett skýrar reglur þá gleymist siðferði. Þetta er nú meiri lýðurinn sem hefur safnast saman þarna á hið háa Alþingi.


mbl.is Forsætisnefnd fundar um starfskjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Nafna - og aðrir gestir, þínir !

Þakka þér fyrir: vandaða samantektina.

Þessum gerpum - Steingrími J. og þorra samþingmanna hans, er trúandi til alls konar óhæfu / í ljósi morkinnar:: og raunar kas- úldinnar fortíðar þeirra, flestra.

Með beztu kveðjum: af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.2.2018 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband