8.6.2017 | 20:16
Gott að leyfi frá húsfélagi þurfi við svona rekstur
Dómsorð:
Viðurkennt er að stefndu Sigrúnu Gróu Skæringsdóttur, skráðum eiganda íbúðar 202 að Vatnsstíg 15, Reykjavík, sé óheimilt að reka gististað í séreigninni samkvæmt flokki II í 3. mgr. 3. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald án samþykkis allra félagsmanna í stefnanda, Húsfélaginu 101 Skuggahverfi I.
Viðurkennt er að stefnda Guðlaugi Rúnari Guðmundssyni, skráðum eiganda íbúðar 101 að Vatnsstíg 21, Reykjavík, sé óheimilt að reka gististað í séreigninni samkvæmt flokki II í 3. mgr. 3. gr. laga nr. 85/2007 án samþykkis allra félagsmanna í stefnanda.
Viðurkennt er að stefndu Sigrúnu Gróu og Guðlaugi Rúnari, skráðum eigendum íbúðar 302 að Vatnsstíg 19, Reykjavík, sé óheimilt að reka gististað í séreigninni samkvæmt flokki I í 3. mgr. 3. gr. laga nr. 85/2007 án samþykkis allra félagsmanna í stefnanda.
Stefndu greiði stefnanda óskipt 2.125.091 krónu í málskostnað.
Hvort blaðamaður mbl.is hafi lesið dóminn til enda veit ég ekki en hann heldur fram að húsfélagið hafi tapað. Sé svo þá les ég dómsorðin ekki rétt.
Sýknuð af kröfum húsfélagsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sael Helga.
Thú varst nú svolítid fljót á thér ad kenna bladamanni um thegar thú lest úrskurd Héradsdóms, en ekki
Haestaréttar. Dómsord Haestaréttar er svo hljódandi...
Áfrýjendur, Guðlaugur Rúnar Guðmundsson og Sigrún Gróa Skæringsdóttir, eru sýkn af aðalkröfu og varakröfu stefnda, Húsfélagsins 101 Skuggahverfi-1. Að öðru leyti er málinu vísað frá héraðsdómi.
Stefndi greiði áfrýjendum samtals 2.500.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.
Thad er nefnilega venja ad birta í framhaldi af Haestaréttardómi, dóm Héradsdóms.
Bara kurteisleg ábending..:)
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested, 8.6.2017 kl. 22:01
Mér sýnist blaðamaðurinn hafa lesið dóm Hæstaréttar rétt. Blaðamaðurinn ákveður síðan að skrifa frétt um dóm Hæstaréttar sem er eftirfarandi:
Dómsorð:
Áfrýjendur, Guðlaugur Rúnar Guðmundsson og Sigrún Gróa Skæringsdóttir, eru sýkn af aðalkröfu og varakröfu stefnda, Húsfélagsins 101 Skuggahverfi-1. Að öðru leyti er málinu vísað frá héraðsdómi.
Stefndi greiði áfrýjendum samtals 2.500.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.
Þú virðist hins vegar ekki hafa lesið dóm Hæstaréttar og ákveður að blogga um dóm sem féll í héraði fyrir rúmu ári síðan. Þeim dómi var svo snúið við núna í dag.
Björn (IP-tala skráð) 8.6.2017 kl. 22:05
HVorugt ykkar las dóminn, hvorki þú né blaðamaður. Þau eru sýknuð vegna tæknilegra atriða. Enda segir í dómi hæstaréttar að þau séu sýknuð sökum þess að húsfélagið sem stefnir er ekki í rétti til að stefna þeim.
Þar sem um sameiginleg innri málefni viðkomandi húsfélagsdeilda var að ræða, en ekki málefni sem beindust að hagsmunum í sameign allra, gat ekki komið til álita að áfrýjendur þyrftu að leita samþykkis félagsmanna í stefnda, sem stóðu utan umræddra húsfélagsdeilda, fyrir útleigu íbúða sinna. Verða áfrýjendur þegar af þeirri ástæðu sýknaðir af aðalkröfu og varakröfu stefnda. Í öðrum kröfum hans er við það miðað að útleiga íbúða áfrýjenda sé háð samþykki allra eða meirihluta félagsmanna í hverri húsfélagsdeild. Samkvæmt ófrávíkjanlegum ákvæðum laga nr. 26/1994 bar að taka ákvörðun um málshöfðun á þeim grundvelli á fundum viðkomandi húsfélagsdeilda. Þar sem það var ekki gert, heldur á fundi í stefnda og þar með á röngum vettvangi, ber að vísa málinu frá héraðsdómi að því er varðar þessar kröfur.
Mörður (IP-tala skráð) 8.6.2017 kl. 22:46
og nú las ég ekki leiðréttu greinina.. en greini bar titilinn Meiga leigja út.. eitthvað :) þar rak blaðamaður málið á þann veg að þau hafi verið sýknuð og staðfest hafði verið að þau mættu leigja út íbúðina. Hið rétta er að það hefur ekki verið dæmt í því máli enn. En mig grunar nú að dómurinn fari á sama veg og í héraði ef þessi tæknilegu atriði eru í lægi
Mörður (IP-tala skráð) 8.6.2017 kl. 22:50
Það þarf sennilega leyfi frá húsfélagi, þ.e. félagi íbúðareigenda í húsinu, eða íbúum viðkomandi húss. En það eru þeir sem verða að sækja málið. Það að félag íbúðareigenda í mörgum húsum kalli sig Húsfélag gerir það ekki að húsfélagi í augum Hæstaréttar. Það félag getur því ekki kært eins og um alvöru húsfélag væri að ræða. Rangur aðili kærði, "Húsfélagið 101 Skuggahverfi" er ekki húsfélag.
Espolin (IP-tala skráð) 9.6.2017 kl. 01:41
Takk fyrir þetta allir sem hafa skrifað.
Þegar ég las fréttina kom krækja að dómí að ég hélt Hæstaréttar. Í lok dómsins komu dómsorðin sem ég setti inn. Sé það reyndin þá hef ég lesið rangan dóm, satt er það.
Kveðja, Helga Dögg
Helga Dögg (IP-tala skráð) 9.6.2017 kl. 09:06
Niðurstaða Hæstaréttar byggðist á formgalla í málatilbúnaði og hefur þar af leiðandi enga þýðingu fyrir efnisleg atriði málsins.
Formgallinn var sá að það hefði átt að taka ákvörðun um málshöfðun í þeirri deild húsfélagsins sem viðkomandi íbúð tilheyrir en ekki í heildarhúsfélaginu.
Af rökstuðningi dómsins má ráða að taki rétt húsfélagsdeild ákvörðun um málshöfðun sé ekkert því til fyrirstöðu að stefna málinu á ný fyrir dómstóla.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.6.2017 kl. 16:15
Held að slíkt sé nauðsyn Guðmundur. Ef sanna á ónæði af útleigu af þessum toga verða eigendur hinna íbúðanna að tilkynna það til lögreglu í hvert sinni, sérstaklega þegar um gleðskap er að ræða. Eins og fram kemur hjá vitnum virðist ein íbúðanna vera auglýst þannig að hún henti vel til að halda gott teiti.
Mér sem blokkaríbúðareiganda hrís hugur við ef slík útleiga kæmi inn í stigaganginn.
Helga Dögg (IP-tala skráð) 9.6.2017 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.