Þjóðin þarf að taka sig á

Það er ljóst að þjóðin þarf að taka sig á hvað löglega skráningu varðar. Okkur kemur öllum þetta við og eigum hikstalaust að láta vita af þeim sem hefur ekki skráð eignina sína en leigir hana út. Útlendingar kvarta undan of háu leiguverði á airbnb og það er í takt við græðisvæðingu landans.

Húsfélög eiga að taka sig saman og hafna slíkri starfssemi, rétt eins og dómurinn kvað á um. Það er ekki hægt, nema með samþykki allra íbúa, að breyta íbúðarhúsnæði í gististað (atvinnustarfssemi).


mbl.is 1 milljón óskráðar gistinætur í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Tek svo heilshugar undir þetta.

Það er svo mikið um svartabrask í gangi að það er skelfilegt. Talið um að það séu 50-70 milljarðar á ári í þessu litla samfélagi og það hjá einstaklingum og einstaklingsfyrirtækjum. Hér er ekki verið að tala um "ríka" fólkið heldur hinn almenna borgara. Svo kvartar fólk yfir öllu mögulegu og 5 mínútum síðar fer það að vinna svart, borga svart eða eitthvað annað sem á að borga skatt af.

Fólkið getur ekki kvartað ef það stelur svo sjálft frá skattinum aka hinum almenna borgara á einn eða annan hátt.

Júlíus Valdimar Finnbogason, 18.4.2017 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband