Ættu að skammast sín báðir tveir

Mér þykir ráðherra menntamála og borgarstjóri vega að grunnskólakennurum. Ráðherrann vill bjarga skorti á grunnskólakennurum með að opna leyfisbréfaveitingu í skólanna. Framhaldsskólakennarar eru betur launaðir er kennarar í grunnskólanum og því hæpið að þeir sæki þangað. Mikill skortur er á leikskólakennurum og því hæpið að Kristjáni Þór Júlíussyni tekst að koma öllum leikskólakennurum í grunnskólann. Í pallborðsumræðunum, eins og mbl.is segir frá þeim, fara þeir eins og köttur í kringum heitan graut. Launamál kennara og álagið. Þegar þessir menn horfa fram hjá hinum raunverulega vanda og benda svo á eldri kennara, þeir séu sökudólgarnir, þá er tímabært að segja takk fyrir mig, ég hef rekkert í stjórnmál að gera. Takið á vandanum þar sem hann er, það má stinga á kýlið til að hleypa greftrinum út, þið þurfið ekki að plástra í kringum það.


mbl.is Ímynd kennarastarfsins í krísu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband