17.3.2017 | 09:24
Ekki alveg rétt
Ég hjó eftir þessari málsgrein í greininni. ,,Í því samhengi bendir hann á að hér tíðkast ekki að láta nemendur sitja sama bekkinn tvisvar heldur fær nemandinn stuðning við hæfi svo hann geti fylgt skólafélögum sínum ólíkt því sem er víða á hinum Norðurlöndunum." Á Íslandi útskrifast allir úr grunnskóla burtséð frá getu, hæfileikum, andlegu og líkamlegu atgervi til að hann geti fylgt jafnöldrum. Það er ekki víst að nemandi hafi fengið neinn stuðning allan grunnskólann, en í greininni má lesa að það sé regla en ekki undantekning. Það er ekki hefð og hefur aldrei verið að nemandi sitji bekk en það er þekkt fyrirkomulag á hinum Norðurlöndunum svo og að nemendur sem fæddir eru seint á árinu mega byrja skólagöngu sína ári síðar en aldurinn segir til um. Hér á landi eru við svo föst við aldursviðmið að fátt ef nokkuð fær því breytt.
![]() |
Heilt yfir stöndum við okkur mjög vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.