Húsnæðisverð er alltof hátt

Ég skil reyndar ekki af hverju húsnæði hefur hækkað svona á Íslandi, framboð/eftirspurn og fasteignasalar. Það er með ólíkindum að fólk þurfi að greiða rúmlega helming og jafnvel meira af launum sínum í íbúðarkostnað. Verðtrygging er vandamál og mun verða. Framsókn tókst ekki það sem þeir lofuðu stórum hluta þjóðarinnar, að afnema verðtryggingu, og ég velt fyrir mér hvort nokkur geri það. Kostnaður vegna húsnæðis er ábyggilega þyngsti útgjaldaliðurinn á barnafjölskyldunum. Reyndar ætla ég líka að benda á að margir þeirra sem basla eru sennilega í of stóru húsnæði því kröfur eru gífurlega miklar þegar kemur að því. Barnafjölskyldur gætu sparað á að búa í minna húsnæði og sætta sig við ,,að þröngt megi sáttir sitja" þar til hagur þeirra vænkast.


mbl.is „Álag á barnafjölskyldur er fáránlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband