Foreldrar gera minni kröfur á börn sín

Það er deginum ljósar að margir foreldrar gera minni kröfur á börn sín í dag en fyrir áratug síðan. Í dag á lífið að vera þægilegt og mörg börn eiga að gera sem minnst. Lífið á að vera svo skemmtilegt. Allt er tekið framyfir skólann. Reynist námsefnið of erfitt og barn kvartar nógu mikið þá eiga kennarar að minnka kröfurnar og gefa slaka. Mörgum foreldrum finnst ekkert mál að taka barn sitt úr skóla, fara með það til útlanda í viku eða tvær og barnið tekur jafnvel ekki með sér námsefni. Það lærir ekki á meðan fríið er. Þegar heim er komið skilur hvorki nemandinn né foreldrarnir að barninu skuli ekki ganga vel. Nei það hefur dregist aftur úr. Oft er gerð krafa á kennara að hann vinni það upp með nemandanum.

Agamál er eitt umræðuefni innan skólanna. Munnsöfnuður og ókurteisi einkennir alltof stóran hóp barna á meðan önnur eru til fyrirmyndar. Kennari eyðir sífellt meiri tíma í agalausu börnin, og munum uppeldið fer fram heima ekki í skólanum, og þau sem mæta í skólann til að læra fá minni tíma. Það má alveg ræða agaleysi barna í dag sem er samfélaginu til skammar. Það er löngu tímabært að margir foreldrar hysji upp um sig og ali börn sín upp, setji þeim ramma og mörk. Það hefur ekkert barn gott af agaleysi. 


mbl.is Skólinn ekki lengur í fyrsta sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það undarlega við þinn pistil er að þú ert ekki að segja neitt nýtt. Sama söng má finna á 6000 ára veggjakroti í píramídunum, í 2500 ára kommentum heimspekinga og 1000 ára rausi presta. Og einhver hefur örugglega sagt um þig og þína jafnaldra fyrir nokkrum áratugum síðan. Sem bendir til þess að eitthvað sé athugavert við þá sem tala svona frekar en ungviðið.

Vagn (IP-tala skráð) 8.12.2016 kl. 20:56

2 identicon

Nóg samt til að þú hafir séð ástæðu að skrifa ummæli við hann. ;)

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2016 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband