Mega borga betur

Undarlegt að sveitarfélögin nýti sér ekki þann möguleika að borga hærri laun en kjarasamningur grunnskólakennara segir til um. Kjarasamningur er gólf ekki loft og ekkert bannar sveitarfélögunum að borga betur. Það bannar enginn sveitarfélögunum að raða öllum kennurum sem umsjónarkennurum og fækka nemendum í umsjónarhópi. Það bannar enginn sveitarfélögunum að ráða kennara í verkefnastjórastöður og nýta kjarasamninginn til fulls. Það er hins vegar bandalagið sem sveitarfélögin hafa myndað sem er þeirra Þrándur í götu. Láti sveitarfélögin af bandalagsfyrirkomulagi og velja að gera betur við kennara sína eiga þeir að gera það.


mbl.is „Sorgartíðindi fyrir skólann“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Undarlegra væri ef sveitarfélögin borguðu hærri laun en samþykktur kjarasamningur grunnskólakennara segir til um, hærri laun en kennarar töldu hæfileg. Ég er ekki að borga skatta svo sveitarfélagið geti yfirborgað valda gæðinga og vini. Það mætti eins benda á að foreldrum er frjálst að gefa kennurum peningagjafir, þetta eru víst þeirra börn. Foreldrar geta stofnað sjóð til styrktar kennurum telji þeir laun þeirra of lág.

Vagn (IP-tala skráð) 30.11.2016 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband