25.11.2016 | 13:24
Virðast ekki hafa áhyggjur
Það er merkilegt til þess að hugsa að Halldór Halldórsson formaður Samband íslenskra sveitarfélaga virðist hafa meiri áhyggjur af að kennarar, sem eru ekki aðilar að SALEK samkomulaginu, fái launahækkanir við hæfi en að þeir hverfi frá störfum. Sambandið hefur ekki upp á neinn að hlaupa og getur ekki sinn lögboðinni skyldu sinni, menntun grunnskólabarna, ef ekki verður brugðist við. Með SALEK samkomulaginu hafa aðrir aðilar samið fyrir grunnskólakennara sem er með öllu ólíðandi. Sala réttinda er ekki launahækkun um það geta allir verið sammála, þú lætur af hendi og færð eitthvað í staðinn. Grunnskólakennarar hafa verulega áhyggjur af þeim fjölda uppsagna sem í stéttinni.
20 kennarar af 28 sögðu upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.