Sala kennsuafsláttar, potturinn og yfirvinnutímar

Það er gott að geta slegið sér á brjóst og sagst hafa hækkað laun grunnskólakennara um rúm 30%. Það sem gleymist í yfirlýsingunni er að kennarar seldur réttindi á móti launahækkun um nærri 10%. Það gleymdist að segja frá pottinum sem stjórnendur höfðu til að greiða kennurum fyrir aukið álag og vinnu. Þessi pottur rann inn í launahækkun kennara. Það gleymdist að segja frá að 27. og 28. kennslustundirnar, sem kennarar fengu sem yfirvinnu, voru teknar og þær greiðslur sem sveitarfélögin greiddur fyrir þessa tíma runnu inn í launahækkun kennara. Mér þykir þetta frekar blaut tuska í andlitið á mér sem kennarar frá vinnuveitanda mínum. Með kjarasamninginum 2014 átti að innleiða vinnumat sem mistókst að mestu leyti. Vinnuveitandi minn, Akureyrarbær, tók þá ákvörðun að greiða kennurum ekki aukalega fyrir störf og þar af leiðandi fá kennarar á Akureyri enga yfirvinnu greidda, nema forfallakennslu. Það væri sanngjarnara að forsvarmenn sveitarfélaga með Halldór Halldórsson í fararbroddi að segja sannleikann um kjarasamninginn kennarar og láta allt fylgja með.


mbl.is Ekki halli á launastöðu kennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meðal-dagvinnu-laun 480 þúsund. Vilja 600-700 þúsund kr.skv fréttum. Hins vegar sá á að einhver "þjóðarsátt" væri um þetta. Það er skáldskapur.

Allir vita að síðustu samningar við kennara settu sveitarfélögin á hausinn. Láglaunafólk með 300-400 þúsund er  EKKI tilbúið til að borga hærra útsvar, sprengja upp vísitöluna og þarf með bera þyngri byrði af húsnæðislánum.Því er lítið annað að gera en að þeir sem lepja dauðann úr skel með tæpa hálfa milljón og þurfa 600-700 þúsund, segi upp og ráði sig á almennum markaði. Væntanlega er nóg af slíkum störfum í hrunadansinum. 

Öreigur í Hruna (IP-tala skráð) 23.11.2016 kl. 23:17

2 identicon

Ekki "halli"...? Ekki hallar....!surprised

Þjóðólfur í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 23.11.2016 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband