10.3.2016 | 18:04
Láta kné fylgja kviði
Auðvitað á Sjúkraliðafélag Íslands og aðrir sem skipta við Sjóvá að færa sig. Lítið mál í dag nú þegar segja má upp tryggingum með 30 daga uppsagnarfresti. Ekki nóg að hóta þó það sé skárra en ekkert. Gott hjá félaginu að láta í sér heyra. Hvet SLFÍ eindregið til að láta kné fylgja kviði og kveðja Sjóvá.
SLFÍ hótar að skipta um tryggingafélag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jamm og já. Undir það má taka. En einu atriði vil ég samt halda til haga. Það er starfsfólkið hjá tryggingarfélögunum. Stjórnin og hluthafar er eitt, starfsfólkið er allt annað. Í þau fáu skipti sem ég hef þurft að leita til míns tryggingarfélags, sem er reyndar Sjóvá, hef ég alltaf átt góðu að mæta. Fyrirtæki er í sjálfu sér ekkert án góðs starfsfólks og tryggra viðskiptavina. Hvenær ætli stjórnendur skilji það?
Skarfurinn.
Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 10.3.2016 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.