11.2.2016 | 17:24
Skil á milli einkalífs og starfs
Það liggur fyrir að ummæli Snorra hafa ekki áhrif á starf hans sem kennara. Það er gott að fá niðurstöðu í málið. Nú vitum við hvað má og hvað ekki. Snorri tengdi ummæli sín ekki við kennslu eða störf sín með nemendum og því hlýtur þetta að vera rökréttur úrskurður. Svo má deila um hvort maður sé sammála ummælunum eða ekki.
Snorri hafði betur gegn Akureyrarbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þó það nú væri að maðurinn væri sýknaður í landi sem að játar KRISTNA-TRÚ í sinni stjórnarskrá?
Ekki mydum við vilja að allir íbúar landsins endi í einni allsherjar gaypride-göngu
og þar með aukinni alnæmis-smithættu; er það ?
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2147396/
Jón Þórhallsson, 11.2.2016 kl. 17:49
Smitast maður af alnæmi við Gaypride göngu?
Er munur á mönnum eftir kynhneigð, kyni eða litarhætti?
Sumir telja okkur meiri hætta af framsóknarmönnum en kynhneigð manna?
það stendur þjöðkirkjunni okkar fyrir þrifum, afstaða hennar til samkynhneigðra, kirkja sem státar sig af umburðarlindi og manngæsku, alla vega spari.
Èg fór einu sinni í há kaþólska messu á Ítalíu. Þar messaði svartur prestur, unglingar í gallabuxum aðstoðuðu. Þar var kona inni með hund og krakki hjólaði um á þríhjóli á breiðum göngum. Nú eru Ítalir kaþólskari en allt sem kaþólskt er. Á eftir skoðaði ég kirkjuna, lenti óvart í einhverju herbergi þar sem "kvenfélag" sat að kaffidrykkju. Mér var boðið "lokal" kaffibrauð og mikið spjall, þar sem ég var Íslendingur, það þurfti margs að spyrja. Ég spurði líka. Hver væri afstaða þessarar kirkju til samkynhneigðra? "Hvað áttu við? Er það eitthvað sem kemur kirkjunni við? Fólk stunar ekki kynlíf í kirkjum hjá okkur"
Ég nefndi þetta við vin minn úr prestastéttinni hérna. Blessaður vertu Ítalir eru svo "líberal", enda "droppa" þeir inn í messu hvenær sem er og hvar sem er, sér til uppliftingar, slökunar og skemmtunar.
Guðjón (IP-tala skráð) 11.2.2016 kl. 19:00
Munur að búa í Reykjavík þar sem 11 starfsmenn Mannréttindastofu skrá og flokka öll ummæli til að hægt sé að veita áminningu
Grímur (IP-tala skráð) 11.2.2016 kl. 19:25
Jú, ef allir íslendingar færu í gaypride göngu þá myndu sennilega allir vilja það. ekki satt?
Jósef Smári Ásmundsson, 11.2.2016 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.