18.1.2016 | 16:18
Svo sannarlega
Get tekið undir orð Soffíu. Börn virðast hafa meiri völd en áður og mörg hver stjórna því hvort þau séu heima eður ei. Kvíðinn getur verið einn af stjórntækjunum. Hér er ekki verið að ræða um börn sem lenda í einelti það er allt önnur Ella. Margir virðast ekki gera sér grein fyrir hvaða áhrif það hefur á nám og félagsstöðu nemenda að dvelja langdvölum heima. Án þess að hafa rannsókn að baki orðum mínum þá er mín upplifun að agaleysi og kannski kynslóðaskiptin hafi hér einhver áhrif.
Hef komið því að og mun halda áfram að ráða eigi sálfræðing inn í grunnskólana. Rekstraraðilar grunnskóla hafa ekki séð nauðsyn þess að ráða sálfræðing við hvern grunnskóla í landinu en það væri vissulega þörf á því. Víða má sjá í ræðu og riti fræðimanna að geðsjúkdómar aukast hjá grunnskólabörnum og kennarar hafa ekki tök á að sinna öllum málum. Biðtími barna til að komast að í greiningu, til sálfræðings eða sérhæfari aðstoð er löng. Ríkið tekur ekki þátt í sálfræðikostnaði barna, nema í undantekningatilfellum, sem veldur því að foredlrar leita ekki til sálfræðinga út í bæ. Kennari í dag sinnir störfum margra fagstétta, m.a. sálfræðings, iðjuþjálfa, ráðgjafa, félagsráðgjafa svo fátt eitt sé nefnt. Er ekki tímabært að fá viðeigandi fagstéttir inn í grunnskólann til að sinna þeim störfum, hefði nú haldið það. Fjármagn til grunnskólanna er skorið við nögl, eins og marga aðra málaflokka, en stundum er bara komið nóg.
Bregðast þarf við fjarvist barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.