10.1.2016 | 16:49
Hún þarf þess ekki
Það er ekkert að því að fara varlega í sakirnar þegar tekið er á móti flóttafólki. Við höfum ekkert að skammast okkur fyrir og mér þykir synd að Þórunn níði land og þjóð með einhvers konar afsökunarbeiðni. Hef iðulega bent á að gera þurfi vel við það fólk sem hingað kemur og veita því alls konar hjálp. Það kostar mikla peninga. Hef líka bent á stöðu geðheilbrigðismála meðal barna, skólabörn fá ekki þá aðstoð sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum og sum hver bíða mjög lengi eftir aðstoð. Og þá tala ég um börn í vanda.
Þetta er ekki eini vandinn þar sem Þórunn er stödd http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/01/09/haedast-ad-fornarlombum-hildarleiksins-i-madaya-deila-myndum-af-mat-a-samfelagsmidlum/
Ég skammast mín virkilega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aumingj Þórunn, líklega skammast mest fyrir sjálfa sig. Það þarf að leysa vanda Íslendinga fyrst, svo má snúa sér að öðrum.
Filippus Jóhannsson. (IP-tala skráð) 10.1.2016 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.