Vel staðið að þessu

Það má með sanni segja að forsvarsmenn Fiskidagsins kunni að halda hátíð þar sem fjölskyldan er í öndvegi. Mér þykir það mikill kostur að ekki séu sölubásar á hverju horni til að selja dýrum dómi börnum og forráðamönnum þeirra, s.s. sælgæti, alls kyns dót og annan ónauðsynlegan varnig. Fjölskyldufólk þarf öllu jöfnu að punga út tugþúsundum til að taka þátt í svona helgi.

Ekki síður minna forsvarsmenn Fiskidagsins foreldra á að unglingar yngri en 18 ára eiga ekki að vera ein síns liðs seint að kvöldi og fram á nótt. Með bréfi er höfðað til ábyrgðar forráðamanna. Góð vísa er aldrei of oft kveðin.

Maður tekur hattinn ofan fyrir íbúum Dalvíkur sem enn og aftur leggja Fiskideginum mikla aðstoð. Megi dagurinn lifa sem lengst.


mbl.is Aldrei áður jafn fjölmennt á Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband