Get ekki túlkað orð lögreglustjórans sem þöggun

Mér þykir undarlegt hvernig fólk getur túlkað orð lögreglustjórans um þagnarskyldu starfsmanna ríkisins sem þöggun. Ég er algerlega sammála honum um að það sé í hans höndum eða þess sem hann ákveður, að svara fyrir kynferðisofbeldi og annað ofbeldi. Lögreglustjórinn hefur sagt það skýrum orðum að þöggun muni ekki eiga sér stað ef ofbeldi á sér stað það mun hins vegar ekki verða flutt í æsifréttastíl.

Ég undrast að þingmaður Pírata skuli ekki þekkja og skilja þagnarskyldu opiberra starfsmanna betur en þetta. Hvað sem hins vegar berst út frá öðrum gestum getur enginn verið viss um og ég vil minna þingmanninn á fölsku ákæruna sem barst til lögreglur í fyrra, sá ungi maður var dæmdur af fjölmiðlum og samfélagsmiðlum áður en lögregla fékk svigrúm til að að skoða málið. Kom síðar í ljós að hann var saklaus af því sem stúlkan kærði hann um.


mbl.is Óskar upplýsinga um nauðganir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi þingmaður veit ekkert, gafst upp.

Baldur (IP-tala skráð) 31.7.2015 kl. 18:06

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er engin þagnarskylda sem bannar lögreglu að segja frá því að til rannsóknar séu mál í tilteknum málaflokki og fjölda slíkra mála, án þess að nafngreina neinn. Fyrirmæli lögreglustjórans byggjast því ekki á neinum slíkum reglum, heldur er um hennar eigin ákvörðun að ræða, sem hefur verið gagnrýnd. Ég efast ekki um að Jón Þór sé með þessar staðreyndir alveg á hreinu, enda kemur það beinlínis fram í viðtalinu við hann að svo sé.

Varðandi fölsku ákæruna sem þú nefndir, þá eru rangar sakargiftir mjög alvarleg afbrot, sem verðskulda ekki síður opinskáa umræðu. Þöggun yfir fölskum ákærum er ekki viðeigandi í nútímasamfélagi, ekki frekar en þegar um aðra brotaflokka er að ræða eins og til dæmis kynferðisbrot. Ef við notum dæmið sem þú vísar til þar sem ungur maður fékk á sig tilhæfulausa kæru, þá var hann hreinsaður af þeim skargiftum, en við myndum ekki vita að hann væri saklaus nema einmitt vegna opinskárrar umræðu.

Umræðan hefur forvarnargildi. Sú skömm sem tilhæfulaus ákærandi situr uppi með fælir aðra frá sambærilegum afbrotum.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.7.2015 kl. 18:08

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég er sammála þér Helga Dögg, þessi öfugsnúna túklun á orðum Lögreglustjóra að þöggun mun ekki eiga sér stað er ömurleg, það er nefnilega munur á fréttafluttningi og fyrir þolanda þá er þetta örugglega ömurlegt...

Fréttamenn bera mikla ábyrgð og það er lágmark að þeir kunni lestur og túlkun orða þeirra....

Að þeir komist upp með svona vinnubrögð er mjög slæmt...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.7.2015 kl. 19:45

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ingibjörg. Lastu ekki leiðréttinguna á þessum misskilningi í athugasemd minni?

Guðmundur Ásgeirsson, 31.7.2015 kl. 19:55

5 identicon

Flott hjá sýslumanninum

það hefði enginn karlmaður þorað þessu

Grímur (IP-tala skráð) 31.7.2015 kl. 20:29

6 identicon

Guðmundur það er ágætis regla að lögregla ákveði leikreglur um hvenær skuli segja frá og hvenær ekki. Lögreglustjórinn ætlar sér ekki að þagga málið niður, heldur segja frá þegar honum finnst tímabært. Mér finnst það virðingavert.

Vissulega kom það fram í fjölmiðlum að drengurinn var ranglega ákærður en það vita sennilega fáir hvers konar vítiskvalir hann leið á meðan ferlið stóð yfir.  

Gefum lögreglustjóranum svigrúm til að vinna sitt, ég er nokkuð viss um að þjóðin fái að vita um jafn ógeðslegan glæp er að ræða og nauðgun. Hvort sú frétt birtist deginum fyrr en seinna get ég ekki séð að skipti nokkru máli, þó þeir yrðu þrír. Því miður sé ég ekki forvarnargildið í umræðu um nauðgun sem hefur átt sér stað, sennilega minn Akkelesarhæll.

Hjartanlega sammála þér Grímur.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 31.7.2015 kl. 22:28

7 identicon

Computer says no.  Á það virkilega að vera staðlaður frasi Pírata?  Umræða um kynferðisbrot hefur vissulega gagnast mörgum.  Það sjónarmið hefur hins vegar heyrst að umræða gagnist ekki öllum.  Að hún hafi skaðleg áhrif jafnvel.  Einhvern veginn þarf að koma til móts við þessa aðila líka.  Þeir munu væntanlega ekki hafa hátt um þetta sjónarmið sitt.  Á þess vegna að hunsa þá?  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.8.2015 kl. 08:48

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þegar sagan er skoðuð þá eru engar breytingar á fjölda nauðgana þrátt fyrir aukna umræðu í þjóðfélaginu. Það hlýtur þessvegna að vera aðal atriðið að vernda þolendur. Allar upplýsingar varðandi fjölda brota geta komið síðar þegar þessi brot hafa verið rannsökuð og þar af leiðandi er um enga þöggun að ræða. 

Jósef Smári Ásmundsson, 1.8.2015 kl. 11:20

9 identicon

Höfum það í huga að Flokksbræður hennar hafa ekki viljað umræðu um morð á palestínskum börnum sökum þess að þau séu hryðjuverkamenn. Hvað álit ætli sé á ferðinni á íslenskum táningastelpum?

pallipilot (IP-tala skráð) 1.8.2015 kl. 18:04

10 identicon

Við skulum líka hafa það í huga að nauðgun er ekki skrásett vörumerki Stígamóta.  Við þurfum að taka tillit til hvers og eins.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.8.2015 kl. 19:01

11 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Hrmmpfff...

Ef sýslumaður vill rannsaka mál án þess að alþjóð viti, þá hefur hann einfaldlega mjög góða ástæðu fyrir því.

Meiri andskotans afskiptasemin af hlutum sem þið þykist vita allt um.

Sindri Karl Sigurðsson, 2.8.2015 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband