28.7.2015 | 09:56
Löngu tímabært að samfélagið njóti að fullu
Undanþágur í ferðaþjónustunni og lægri virðisaukaskattur hefur m.a. komið betri fótum undir fyrirtækin. Nú er tíminn til kominn að samfélagið njóti þess í heild sinni og virðisaukaskattur verði lagður á þessa þjónustu eins og á aðra.
Náttúrupassinn virðist bitbein en mér þykir ekkert óeðlilegt við að erlendir ferðamenn greiði komu- eða brottfarargjald til landsins. Það gerði ég í Perú og það geri ég þegar ég fer til USA með umsókn fyrir brottför sem kostar 14 dollara.
Yfirsjón eykur skattbyrðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.