Ekki sammála þessari ungu móður

Nennti ekki að hlusta á myndbandið enda á ensku sem mér hugnast ekki. Stúlkan hefur búið hér það lengi að íslenskan ætti að vera henni töm, en hvað um það.

Barnaverndarnefndir um allt lagt er legið á hálsi um margt, sumt réttmætt annað ekki. Oftar en ekki geta þær ekki varið sig vegna þagnarskyldu. Það sem ég finn helst að t.d. nefndinni í RVK er að hún er mæðrum of hliðholl. Mæður virðast aðstoðar fram í rauðann dauðann áður en börn eru fjarlægð af heimilinu og þá sér í lagi ef faðir er til staðar sem er í lagi með. Mér þykir of mikið á börnin lagt í kannski mörg ár til að rétta heimili og uppeldið við hjá móður, hafi það ekki gengið eins og flestum okkar þykir eðlilegt.

Við tölum um fyrirmyndir. Börn gera það sem fyrir þeim er haft. Séu það vondir siðir eins og að flengja eða blóta þá lærir barnið það og mun sjálft nota í komandi framtíð. Í skólakerfinu sjást mörg börn sem alast upp við vonda og óæskilega siði heima hjá og nota á önnur börn. Agi án ofbeldis eða reglulegra blótsyrða á ekki að vera vandamál. 

Það er í góðu lagi að tilkynna fólk hafi það gengið yfir strikið gagnvart börnum en verra er þegar kjörnir barnaverndarfulltrúar gera ekkert í málunum, hafa kannski ekki þekkingu né burði til þess og taka afstöðu með t.d. móður til að hún geti með öllum ráðum haft barn/börn jafnvel á kostað föðurs.

Tilkynningarskylda starfsmanna sem vinna með börn er rík og lögð áhersla á að þeir tilkynni til barnaverndarnefnda telji þeir ástæðu til. Betra er að tilkynna oftar en sjaldnar, barni/börnum til heilla. Eftirlitskyldan er barnaverndarnefnda. 

Málaflokkurinn er erfiður og sitt sýnist hverjum, sennilega bara spurning hvernig og hvort málið komi við fólk.


mbl.is „Barnaverndarnefnd Reykjavíkur er glæpasamtök“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Íslenskir þegnar lúta þessari tilkynningarskyldu líka, samkvæmt lögum. 
Það er betra að tilkynna eitthvað og hafa rangt fyrir sér, en að hafa rétt fyrir sér og gera ekkert.

Hef sjálf átt í samskiptum við barnaverndarnefnd vegna tilkynninga annarra. Það var ekkert um árásir, hótanir, eða neitt annað slíkt, heldur afskaplega ljúft og þjónustulundað viðmót.
Persónulega er ég því afskaplega fegin að einhverjir tilkynntu mig í þessu tvö skipti, því það segir mér að það eru fleiri en við nærfjölskyldan sem er annt um velferð barna okkar. 

Miðað við mín eigin samskipti við barnaverndarnefnd, og annarra í kring um mig, þá gæti ég ekki verið meira ósammála Sunnu.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 23.5.2015 kl. 12:27

2 identicon

Ekkert rangt við að stúlkan tali á ensku þó það hugnist ekki pistlahöfundi.  Enska er alþjóðamál og hún var ekki að tala bara fyrir íslenska hlustendur. Gæti ekki verið henni tamara að nota ensku þó hún búi núna á Íslandi? Henni leið augljóslega illa og var mikið niðri fyrir og þá leitar fólk ósjálfrátt í málið sem manni er tamast. 

En þú hlustaðir ekki á hana og veist þannig ekki vel hennar punkt. Þar fyrir utan er þetta ekki eina manneskjan sem sakar nefnda Halldóru og stofnunina um ranglæti en það á að sjálfsögðu ekki að líðast að börn séu lamin og lítilsvirt.  Það á líka ekki að líðast að foreldrar þeirra séu lítilsvirtir og kannski skemmdir á sálinni.  

Elly (IP-tala skráð) 23.5.2015 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband