4.5.2015 | 12:51
Ósvífni...svo ekki sé meira sagt
Maður undrast að íþróttafélag ástundi slík skemmdarverk. Þeim væri nær að flytja skiltið þannig að á það sjáist. Og bera það fyrir sig að fá ekki svar frá Reykjavíkurborg. Hvílík skömm af hálfu forsvarsmanna ÍR.
Leiðindafyrirsögn, nafnháttur. Blaðamenn virðast ekki sleipir í íslenskunni. Nær að skrifa ,,Borgin hefur kært" en ekki ,,Borgin búin að kæra" (hálfgert barnamál).
Borgin búin að kæra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gnarrinn svarði aldrei neinu
það smitaði niður eftir stjórnsýslu Borgarinnar sem er nú í algjörum molum
Þannig að nú telja embættismenn Boragarinnar sig ekki þurfa svara neinum erindum
bara fara til Lundúna í vinnuferð
bara svo þú vitir í hvað skattarnir þínir fara
Grímur (IP-tala skráð) 4.5.2015 kl. 19:43
Að forsvarsmenn borgarinnar séu slóðar réttlætir ekki gjörninginn. Sannast sagt hreint ótrúlegt að fólki detti til hugar að skera ofan af trjánum og þannig eigna sér þau. Þegar skiltið var sett niður máttu menn vita að tré vaxa upp á við og myndu á ákveðnum tímapunkti skyggja á umrætt skilti, sem er sjónmengun að mínu mati. Óbætanlegur skaði!
Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2015 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.