Held að ástandið sé verra en menn gera sér grein fyrir

Ekki veitir af að vekja athygli á þessum málaflokki. Þær hjúkrunarstéttir og umönnunaraðilar sem vinna inni á öldrunarheimilum hafa því miður ekki þá þekkingu, hæfi og færni sem þarf til að sinna öldruðum með eigin tennur. Starfsfólkið þarf að læra hvernig maður umgengst skrúfaðar tennur, brýr o.fl. sem sett er upp í munn skjólstæðingum þeirra áður en þeir koma á öldrunarheimilin eða þurfa hjálp í heimahúsi. Ekkert er um það í námi heilbrigðisstétta, né heldur að þekkja sýkt eða bólgið tannhold. Ekki er fagfólkinu kennt að beita tannþræði eða flöskubursta. Hjálpartæki við tannhirðu eru til en ansi fáir vita um það, hvað þá að þeir noti slíkt. 

Í þessum málaflokki þarf að lyfta Grettistaki ef bæta á tannhirðu elstu kynslóðarinnar sem hefur eigin tennur.


mbl.is Er best að vera tannlaus?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband