Stundum þurfa börnin að leggja sitt að mörkum

Ömurlegar aðstæður um það verður ekki deilt. En ráðið gæti verið að börnin fari í vinnu og leggi sitt að mörkum til heimilisins. Þegar svo margir fullorðnir leggja til tekjur ætti heimilishald að ganga upp. Krakkar sem vinna með skóla hafa oft sæmilegar tekjur og ekkert að því að leggja hluta að því í fæði og uppihald.

Hélt að hugtakið einstæð væri þegar þú ert með börn yngri en 18 ára á framfæri þínu. Má vera að ég misskilji hugtakið.

Vona að úr málinu leystist fyrir konuna og fullorðin börn hennar. 


mbl.is Án heimilis á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Heldurðu að sé auðvelt fyrir fólk um tvítugt að fá vinnu þessa dagana?

Auk þess þá vitum hvorki ég né þú neitt um vinnufærni þessara einstaklinga, sem gætu allt eins verið öryrkjar líka.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.10.2014 kl. 13:10

2 identicon

Sæll Guðmundur.

Hef ekki hugmynd um hver sé staða hinna fullorðnu einstaklinga. En sé um öryrkja að ræða þá eru tekjur í gegnum örorkubætur, nú eða atvinnuleysisbætur. Hef grun um, að ef fólk vill vinna þá fær það vinnu, s.s. fiskvinnu, umönnunarstörf, leikskóla o.fl. Síðan er ekkert sem mælir gegn því að einstaklingur færi sig um set þar sem vinnu er að fá. Eins og dæmið er sett upp set ég vissulega spurningamerki við fimm fullorðna einstaklinga á einum örorkubótum.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2014 kl. 14:01

3 identicon

Er með fullorðið fólk í heimili sem eiga að geta séð um sig sjálf og vera að leiga íbúð á 160,000 þúsund á mánuði segir sig sjált að það gangi ekki upp það er fullt að fólki sem er í þessari stöðu og fer ekki að væla með það í blöðin ekki get ég vorkennt henni sorry svo eiga þessi fullorna fólk líka föður sem þau gætu leitað til

Guðný (IP-tala skráð) 31.10.2014 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband