Geta leikskólakennarar selt?

Ég er ekki hissa á að Haraldur vilji það sama og grunnskólakennarar sem seldu kennsluafsláttinn. Og ekki nóg með það, þeir samþykkja líka að hafa eftirlit með öðrum bekk á meðan þeir kenna einum og það án launa. Heitir að taka bekk í taum, faglegt í alla staði! Reyndar er það inni í vinnumatinu sem hefur ýmislegt að geyma sem kennarar selja. Haraldur ég get alveg fullvissað þig um að raunhækkun kjarasamnings kennara er ekki langt frá því sem gerist á almenna markaðnum, salan var uppistaða kjarasamningsins. Leikskólakennarar geta án efa selt barnagildin og fengið hækkun á við grunnskólakennara.
mbl.is Leikskólakennarar til ríkissáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband