Fyrir neðan allar hellur

Hér er fulllangt gengið í forsjárhyggjunni. Auðvitað á að gefa krökkunum þessar vörur og kynna fyrir nemendum hvernig á að nota tannverndarvörurnar. Fræða þarf nemendur um tannheilsu rétt eins og aðra heilsu. Merkilegt að munnholið skuli alltaf skilið útundan. Börnin eru frædd um mikilvægi hreyfingar, mataræðis, góðrar heilsu en þegar að munninum kemur þá fer allt í baklás. Þetta er eitt af því sem á að koma inn í leik-og grunnskóla, tann-og munnhirða. Vona að skólastjórar leyfi tannverndarvörurnar og hafi vit fyrir starfsmönnum skrifstofu borgarinnar.
mbl.is Mega ekki gefa tannbursta í skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vilt þú gera lista yfir þau fyrirtæki sem eiga að fá frjálsar hendur með að auglýsa sínar vörur í grunnskólum? Getur þú gert þannig lista að ekki sé jafnræðisreglan brotin á öðrum fyrirtækjum?

Kolgeit vill kynna tannburstana sína og þá vill Lúx kynna sápur. Signal mætir með tannkrem og Labelló heimtar að fá að gefa varasalva og gloss. MS gefur Kókómjólk og Egils setur Appelsín á hvert borð. Skólatöskurnar koma vel merktar Arion Banka og Íslenskukennslan er kostuð af Tojóta. Hvar drögum við línuna þegar einum hefur verið hleypt inn?

Auðvitað á að gefa krökkunum þessar vörur og kynna fyrir nemendum hvernig á að nota tannverndarvörurnar, en þær eiga ekki að vera merktar fyrirtækjum. Það eru víst einhver lög sem banna slíkt, jafnvel þó einhver hafi gefið leifi. Hvort það var gefið vegna áhuga á tannvernd barna eða greiðslu frá Kolgeit veit ég ekki og læt aðra um að pæla í því.

Espolin (IP-tala skráð) 5.2.2014 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband