23.1.2014 | 12:11
Gott að réttarkerfið virkar landa á milli
Ég er hæstánægð, réttakerfið virkar...alþjóðasamningar virtir.
Afhent dönskum yfirvöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einmitt. Réttarkerfið já. manni finnst kerfið eigi að passa upp á "litla manninn", gæta réttlætis... ég veit hreinlega ekki hvort réttlætinu hefur verið fullnægt í þessu máli.
og nú fær móðirin að finna fyrir dönsku "réttlæti" og verða þessi börn send til föður síns. En þau virðast vera dauðhrædd við hann af einhverjum ástæðum og vilja ekki búa hjá honum. Óvenjuleg hegðun barna við föður, ekki satt?
Ráðlegg fólki að kynna sér þetta mál. Vitnisburður kennara stúlknanna í málinu er til dæmis mjög áhugaverður.
Að mínu mati eiga börnin alltaf að njóta vafans og leggja aðal áherslu á réttindi barnanna. Kerfið í Danmörku virðist vera sérsniðið að innfæddum og réttindum þeirra í svona málum á meðan sá aðflutti (útlendingurinn) fær í mörgum tilvikum "verri díl" hjá kerfinu.
Dæmi um vafasama hegðun og meint ofbeldi sem börnin virðast hafa orðið fyrir. Bæði líkamlegt og andlegt. Þau dæmi blasa við öllum sem vilja sjá.
Finn mikið til með þessari konu og börnum hennar og óska þeim alls hins besta.
Thor Einarsson (IP-tala skráð) 23.1.2014 kl. 12:55
Thor, af hverju finnur þú ekki til með föðurnum eða óskar honum alls hins bezta?
Og af hverju skildi blessuð konan tapa öllum dómsmálum, heima sem erlendis?
Ef þú hefur einhvern áhuga á því að kynna þér málið, á gagnrýninn hátt, mætti benda á eftirfarandi skrif:
http://forrettindafeminismi.com/2013/11/23/brottnams-og-talmunarmal-hjordisar-svan-adur-obirt-gogn/
http://forrettindafeminismi.com/2013/11/27/brottnams-og-talmunarmal-hjordisar-svan-aetlar-innanrikisraduneytid-ad-fara-a-svig-vid-log/
http://forrettindafeminismi.com/2014/01/17/brottnams-og-talmunarmal-hjordisar-svan-innanrikisraduneytid-hundsar-donsk-yfirvold/
Haukur (IP-tala skráð) 23.1.2014 kl. 13:37
Thor, hvar er hægt að nálgast vitnisburð kennara stúlknanna?
S (IP-tala skráð) 23.1.2014 kl. 13:53
Finnst áhugavert að allir dómar virðast fara á sömu leið, Hjördís sjálf hefur haldið elsta syni sínum frá föður sínum og útmálað hann sem slæman mann.
Ef gæta á hagsmuna barnanna ætti hvorugt foreldrið að fá að vera með börnin þar til hægt er að komast því hvað er satt og rétt og hvað er lygi og uppspuni.
Guðrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2014 kl. 13:55
Guðrún,
Nú hefur verið tekin afstaða til ásakana Hjördísar í garð barnsföður í nokkrum dómsmálum bæði hérlendis og erlendis.
Þú virðist ganga út frá því að í þessum málum hafi ekki verið reynt að komast að því hvað er satt og hvað er logið í þessum efnum né að dómsniðurstaða endurspegli niðurstöðu þess mats.
Hversvegna ertu þessarar skoðunar?
Borat (IP-tala skráð) 23.1.2014 kl. 14:51
Já gott að réttlætið nær að sigra í þessu máli. þarna er um óhæfa móður að ræða sem hefur verið svift forsjá. það er gott mál að faðirinn er til staðar fyrir börnin sín. Enn hvað með þóru á Nýu lífi? þarf ekki að handtaka þá konu fyrir barnsrán?
ólafur (IP-tala skráð) 23.1.2014 kl. 16:35
Ætli Þóra Tómasdóttir sé búin að redda einkaþotu til að koma Hjördísi Svan undan til einhvers óþekkts áfangastaðar? Er ekki rétt líka að kanna hvar íslenskir prestar eru til húsa utan Íslands?
corvus corax, 23.1.2014 kl. 17:05
Sæll Borat,
Eina ástæðan fyrir því að ég orðaði þetta svona var sú að mér varð allt í einu hugsað til þeirra fullyrðinga Hjördísar og þeirra sem hana styðja að fram hafi komið nýjar upplýsingar sem ekkert tillit hafi verið tekið til. Eg var eiginlega að svaraThor hér fyrir ofan þar sem hann talar um að börnin eigi að njóta vafans. Ef þau eiga að njóta vafans ættu þau alls ekki að vera hjá móður sinni þar sem hún hefur (skv. Viðtali við barnsföður hennar sem hún á soninn með) þegar sannfært eitt barn um að faðir hans sé vondur og það slæmur að drengurinn vill ekkert við hann tala. Og ef vera kynni rétt eitthvað af þeim fullyrðingum hennar um Danann að þá ættu þau heldur ekki að fara til hans, ef að maður ætlar að láta þau njóta vafans. Annars finnst mér reyndar ótrúlegt að yfirvöld bæði íslensk og dönsk hafi ekki skoðað málið til hlítar eftir alla þá umfjöllun sem þetta mál hefur fengið. En yfirvöld eru jú bundin þagnarskyldu og mega í raun ekki tjá sig um þetta opinberlega.
Vona að þetta svari spurningu þinni.
Guðrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2014 kl. 17:05
Eina ástæðan fyrir því að ég orðaði þetta svona var sú að mér varð allt í einu hugsað til þeirra fullyrðinga Hjördísar og þeirra sem hana styðja að fram hafi komið nýjar upplýsingar sem ekkert tillit hafi verið tekið til. Eg var eiginlega að svaraThor hér fyrir ofan þar sem hann talar um að börnin eigi að njóta vafans. Ef þau eiga að njóta vafans ættu þau alls ekki að vera hjá móður sinni þar sem hún hefur (skv. Viðtali við barnsföður hennar sem hún á soninn með) þegar sannfært eitt barn um að faðir hans sé vondur og það slæmur að drengurinn vill ekkert við hann tala. Og ef vera kynni rétt eitthvað af þeim fullyrðingum hennar um Danann að þá ættu þau heldur ekki að fara til hans, ef að maður ætlar að láta þau njóta vafans. Annars finnst mér reyndar ótrúlegt að yfirvöld bæði íslensk og dönsk hafi ekki skoðað málið til hlítar eftir alla þá umfjöllun sem þetta mál hefur fengið. En yfirvöld eru jú bundin þagnarskyldu og mega í raun ekki tjá sig um þetta opinberlega.
Vona að þetta svari spurningu þinni.
Guðrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2014 kl. 17:09
Algjört nýmæli fyrir Íslendinga
Því feður hafa aldrei átt möguleika í forræðisdeilum Íslandi
Grímur (IP-tala skráð) 23.1.2014 kl. 17:33
Guðrún Ólafsdóttir, ég mæli með því að þú lesir gögnin á síðunni sem er bent á, bæði íslensk og dönsk stjórnvöld hafa skoðað málið, einnig talaði Gunnar Hrafn Birgisson, sálfræðingur við börnin og að mati Gunnars Hrafns taldi hann að þær systur hafi ekki orðið fyrir ofbeldi né orðið vitni af slíku. En Hjördís hefur haft góðan tíma núna (og í hin skiptin) til að "forrita" þær og láta þær segja það sem hún kenndi þeim að segja, það er því miður mjög algengt, sé það sagt nógu oft þá trúa börnin á að það sé satt þrátt fyrir að það sé ekki eitt sannleikskorn í því, það má líkja þessu við Stockholm syndrome.
Ólafur Einarsson (IP-tala skráð) 23.1.2014 kl. 19:34
Sæll Ólafur, gerði það og hverf aftur til minnar fyrri sannfæringu um að hún sé óhæf móðir. Eins og eg sagði hér fyrir ofan að mér finndist ótrúlegt að yfirvöld hefðu ekki skoðað þetta til hlítar. Ein gætu brugðist en varla tvö og það í sitt hvoru landinu.
Guðrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2014 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.