24.11.2013 | 14:18
Hjördís og Kim...forsjármál!
Í krækjunni hér að neðan birtast vönduð skrif um málefni Hjördísar og Kim, en nú fáum við innsýn í aðra hlið málsins. Hjördís er dugleg að koma sér í fjölmiðla, með það eitt að markmiði að sverta sinn fyrrverandi og bera á hann allskonar ásakanir. Þrátt fyrir dóma og úrskurði lætur hún ekki segjast. Hjördís brýtur lög og segir það vera börnum sínum fyrir bestu. Dæmi hver fyrir sig. Oftar en ekki taka menn tilfinningalega afstöðu og það hefur svo sannarlega heyrst frá þeim sem taka afstöðu með Hjördísi og sjá ekki hvað hún gerir rangt. Það sést greinilega á einum ummælunum sem komin eru þegar ég set þetta hér inni.
http://forrettindafeminismi.com/2013/11/23/brottnams-og-talmunarmal-hjordisar-svan-adur-obirt-gogn/
Þau forréttindi sem móður hefur í forsjármálum eru einning gerð að umtalsefni í greininni og er vel. Það undrar mig að konur skuli ekki berjast fyrir jafnrétti á þessu sviði sem og öðrum. Feministar virðjast láta sér málaflokkinn ekki varða, af hverju ekki, spyr ég mig stundum.
Hér má sjá smá brot úr grein Sigurðar Jónssonar:
,,Eins og raunin er með flest ef ekki öll mál af þessum toga, birtist okkur í því sú mæðrahyggja sem veldur og viðheldur því að körlum er mismunað með kerfisbundnum hætti í forræðis- og umgengnismálum. Þá birtist okkur einnig sú undirliggjandi karlfyrirlitning sem í bland við mæðrahyggjuna viðheldur þessu vandamáli og jaðarsetur karla sem í svona baráttu standa. Það hefur sýnt sig að sé faðirinn af erlendu bergi brotinn, þá virðast gilda aðrar reglur en þegar um íslending er að ræða. Samfélagið allt leggst á eitt um að tæta í sig æru mannsins og fjölmiðlafólk leggur hefðbundin siðferðisviðmið til hliðar í umfjöllun um þessa menn."
Eigið góðar stundir,
Helga Dögg
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.