10.11.2013 | 13:31
Á ekki til orð!
Hvað kostar samfélagið að reka dvalar-og elliheimili. Að fólk leiti sérstaklega leiða til að komast hjá greiðslu finnst mér ómerkilegt. Ég undrast að einstaklingur sem hefur bolmagn til að greiða kostnaðinn sjái kostinn við að vera á framfæri samfélagsins og láta erfingja erfa aurana sína. Einhver þarf að borga það er ljóst. Laun heilbrigðisstarfsmanna, mat, lyf, húsnæði og hvað eina sem fylgir því að búa á öldrunarheimili. Hver og einn hefur val, hann getur líka búið heima og borgað aðstandendum sínum fyrir að sinna sér, keypt sér þjónustuna. Held að umræða af þessum toga sé langt í frá á réttri leið.
Ef ég er nógu góð til að greiða undir öldung á dvalar-og elliheimili því ætti hann ekki að vera það sjálfur, sé hann aflögufær.
![]() |
Dýr er vistin á dvalarheimilinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að mínu mati eiga ellilífeyrisþegar EKKI að greiða sérstaklega undir sig þegar og ef það þarf að fara á slík dvalarheimili og greinin fjallar um. -
Við erum búin að borga fyrir okkur í formi skatta og óhóflegra tekinna gjalda alla okkar starfsævi, 50-60 ár jafnvel, og eigum þetta fyllilega inni þau fáu ár sem eftir væru, þrátt fyrir að eiga kannski einhverjar smálegar og marg-rýrðar eignir sem að endingu hvort eð er renna til eftirlifandi ættingja...með 10% lokagjaldi, svona sem náðarhöggi stjórnvalda.
Þessi lögbundni, og um leið siðblindi þjófnaður (lífeyrissjóður) skilar sér aldrei til lífsviðurværis í fang þeirra / okkar sem eiga þegar sótt er, því miður, og þá er eðlilegt að fólk snúist til einhverrar varnar eins og hægt er.
Þegar kötturinn er málaður út í horn, breytist hann í tígrisdýr.
Það lítur útfyrir að þú, Helga, lifir einhverju öðru lífi en við hin venjulegu, eða er það ekki ?
Már Elíson, 10.11.2013 kl. 14:03
Takk fyrir athugsemdina Már.
Nei það geri ég ekki er þessi hefðbundna millistéttarmanneskja. Hef unnið á svona stað í áratugi og hef smá innsýn í hvað kostar að vera á heimili sem þessu. Ég vængi þess að einstaklingur sem átt hefur börn, nýtt menntakerfið, notið heilbrigðiskerfisins og það sem samtryggingin býður upp á séu t.d. skattgreiðslur hvers og eins. Það skýtur skökku við að þegar þú ferð inná heimili eins og hér um ræðir eigir þú að fá allt frítt, læknisþjónustu, lyf, sjúkraþjálfun, sápu, sjampo, hárnæringu, iðjuþálfun, þjónustu eða hjúkrun 365 daga á ári og fæði, í sumum tilfellum þvott! Nei það er nú lágmark að fólk greiði það sem því ber. Þeir sem greiða svo hátt gjald eins og fram kemur í fréttinni er með lífeyrir sem nær hálfri miljón á mánuði. Það er, að ég held, ansi fáir einstaklingar sem um ræðir, hinum hjálpum við. Held að samfélagið hafi ekki efni á að halda öllum uppi sem fara inn á dvalar-og elliheimilin. Finnst miklu nær að fólk greiði sinn kostnað en að erfingjar fái eignina og þú og ég borgi kostnaðinn í formi skatta, kannski mun hærri til að mæta því sem þú talar um, allt frítt. Vandi er sá, að öldruðum fjölgar ansi hratt næstu áratugi og eigi allir að fá allt frítt keyrum við samfélagið í kaf og þessi þjónusta verður ekki veitt ef enginn borgar neitt.
Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2013 kl. 15:12
Síðan er spurning Helga hvort þeir sem hafa greitt í lífeyrissjóð alla æfi eigi að borga fyrir þá sem aldrei hafa gert það heldur unnið til hliðar við kerfið jafnvel og aldrei greitt fullt til samfélgasins. Kannski aðferðin sé að hjúkra þeim sem hafa efni á að borga láta hina vera svona til að velta upp hinni hliðinni þó ég sé ekki að mæla með því. En svo er það spurninginn semmér finnst þurfa að svara er þetta tekið af fólki óháð kostnaði sé tekið meir af einstaklingi heldur en kostnaður af honum er hlýtur það að vera brot á lögum
Jón Aðalsteinn Jónsson, 10.11.2013 kl. 15:46
Takk Jón fyrir þitt innlegg.
Ég get með nokkurri vissu sagt að það kosti meira pr. einstakling en þeir hæstlaunuðu borga, þannig að hver borgar fyrir sig. Mér finnst vanta heildarkostnað í umræðun, hvað kostar hvert legurými pr. einstakling. Launakostnaðu vegur þar þyngst.
Það eru þessir sem vinna svart eins og sagt er og alltaf spurt hvernig upprætum við það? Á engin svör við því. En eins og ég sagði í fyrra skeyti þá eru í dag ansi fáir sem fá rúma hálfa miljón á mánuði í lífeyrir en vera kann að með árunum fjölgi í þeim hópi, t.d. þingmenn sem sköpuðu sér sín eigin lífeyrisréttindi umfram aðra þjóðfélagsþegna. Ég verð nú að segja það, að búi fyrrverandi þingmaður við hlið þess sem vann t.d. við fiskvinnslu inni á svona heimili þá er ég ekki í vafa um hvor sé aflögufærari að greiða hærri greiðslu upp í kostnað á dvalar-og elliheimili. Það væri aumt ef þingmaðurinn kæmi því þannig fyrir að eignir hans höfnuðu hjá börnunum áður en til elliheimilisdvalar kæmi.
Guðmundur Hallvarðsson svaraði á Alþingi á þessa leið, þegar rætt var um daggjöld: ,,Árið 2001 var raunkostnaður á legudag 11.263 kr." það margfaldað með 30 dögum, ÁRIÐ 2001 337.890 á mánuði. Því miður hef ég ekki nýrri tölur en hvað getum við reiknað með, 20% hækkun!
Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2013 kl. 16:07
Svo lengi sem Íslendingar telja Lífeyrisgreiðslur eru ölmusa til aldraðra verður stappað í sama farunu og engar breytingar gerðar, held að menn geri sér ekki grein fyrir að ellilífeyriskervið á Íslandi er einstakt í vitleysunni og ekkert skrítið að menn reyni að komast hjá að Tryggingastofnun ríkisins hirði alla peningana, Þeir gömlu vilja líka lifa, þrátt fyrir að þeir eru byrði á samfélaginu eins og Helga Dögg finst.
Í greininni er hægt að skilja svo að þeir sem búa á dvalar- eða hjúkrunarheimili fái að halda eftir 70 000 kr af sínum tekjum sem er tóm vitleisa, réttara er að það er um 20 000 Kr með fáum undirtekningunum.
Að geyma peninga í bankan eða bankahólfi er jafn slæmt, verðbólgan etur hratt upp peningana og ef vextir eru þá tekur Tryggingastofnun ríkisins vextina, sama er með Lífeyrissjóðina sem menn borguðu af launum sínum ásamt vinnuveitinga, átti í upphafi vera til að drýa Ellilífeyrinn, en Lífeyrisþegi hefur engin not af þar sem Tryggingastofnun ríkisins hirðir allt saman. Síðust árin hafa komið Lífeyrissjóðar sem Tryggingastofnun ríkisins hefur ekki en komist að, en það er bara tímaspursmál.
Ráð sem alltaf vill gleymast að gefa er að taka út úr Lífeyrissjóðunum sem mest áður en Tryggingastofnun ríkisins byrjar að borga út, þá nær Tryggingastofnun ríkisins allavegana ekki í þá peningana.
Hermann
Hermann Sölvason (IP-tala skráð) 12.11.2013 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.