Sérréttindi í jafnréttinu, forsjármál

Einn mikilvægasti málaflokkur jafnréttisbaráttunnar, forsjármál, er sjaldan ræddur. Af hverju skyldi það vera? Mæðraveldi á Íslandi er með ólíkindum og það sýna tölur um einstæðar mæður. Vissulega er hér um réttindin barna líka að ræða en þetta er samverkandi.

Við sambúðarslit þykir svo sjálfsagt að mæður taki barn/börn sín að umræðan er nánast óþörf. Hvers vegna? Hef löngum talið að feður eigi ekki að fara út af heimilinu fyrr en samkomulag liggi fyrir um hver fer með forsjánna eða hvernig umgengnin verður milli foreldris og barnsins. Feður hafa tapað á brotthvarfi sínu og nota mæður það gegn þeim, þegar semja á um forsjá og umgengni. Þetta þarf að laga og sameiginleg forsjá á að vera reglan. Bjáti eitthvað að hjá öðru hvoru foreldrinu er það allt annað mál. Gefa á barni möguleika að hafa tvö lögheimili og þar með skiptist allt sem viðkemur barni. 

Ég hef lengi talið þessa baráttu kvenna fyrir að halda börnum sínum sérréttindi í jafnréttisbaráttunni. Sjaldan heyri ég fiminísta tala um jafnan rétt til forsjármála, þar hygla þær kynsystrum sínum. Sama má segja um ráðherra núverandi og fráfarandi ríkisstjórna. Þorir enginn að sprengja þessa bólu og taka á málunum af sanngirni fyrir bæði kynin og ekki síst börnin sem geta liðið jafnvel hjá einstæðum föður sem og móður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband