Hjartanlega sammála

Tek undir með þessum bæjarbúa í Kópavogi. Það er ekki bara í Kópavogi sem er ófriður og óþrifnaður af köttum heldur og í flestum bæjarfélögum. Fólk sem hefur ofnæmi fyrir dýrunum þarf að gera sérstakar ráðstafanir til að hindra innkomu katta í hús sitt eða íbúðir. Enginn getur sagt hvar sinn köttur heldur sig og margir kettir leita inn í önnur hús. Fólk með ofnæmi getur lent mjög illa í því ef köttur kemur inn í híbýli þeirra. Auðvitað á að takmarka umgang katta í bæjarfélagi. Sú leiðindaþróun virðist eiga sér stað fólk sé ekki maður með mönnum nema hafa dýr og virðist þriðja hvert heimili vera með kött eða hund, nema hvoru tveggja sé, alltof mikið af þessu í bæjum. Tískubylgja! Lausaganga hunda er bönnuð og banna ber lausagöngu katta í öllum stærri bæjarfélögum, t.d. á Reykjavíkursvæðinu og Akureyri.

Kveðja, Helga Dögg 


mbl.is „Ég er enginn kattahatari“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Ég er kattaeigandi og þegar ég fékk mér kött, vandi ég hana á að ganga með ól og í bandi. En því miður eru margir kattaeigendur latir. Í raun mjög latir.

Köttur er dýr sem auðvelt er að halda á fastmótuðu svæði, og bara almenn kurteisi að láta dýrin ekki skíta hvar sem er. Sem dæmi þá fer ég alltaf út með köttinn í heilan mánuð í bandi á minni lóð. Eftir þann tíma veit kötturinn nákvæmlega hvað er okkar svæði/garður. Eftir þann tíma má sleppa kettinum lausum en það er ekkert vit í því að henda dýrinu út á guð og gaddinn alla nóttina. Í vetur fór ég að bera út blöð og mér brá hvað mörgum köttum er bara hent út í kulda. Þeir húka í snjókomu og rigningu við dyrnar feldurinn skítugur og úfinn. Mjálmandi og biðjandi mann að hleypa sér inn. Ætli fólkið myndi gera það sama við börninn sín? Mér hefur stundum dottið það í hug.

Einföld leið til að fá kött til að svara alltaf kalli er: heilsaðu honum alltaf með stroku. Oft með smá nammi gotti og veldu dag þegar það er kallt úti og hleiptu honum út ef hann kemur ekki við 3 köll. þá lætur þú honum verða kallt. Kisan lærir fljótt að það borgar sig að koma. Alldrei á maður að henda dýri út alla nóttina sem síðar skríður inn til nágranna vegna þess að það er að frjósa.

Ég bý í Hafnarfyrði og Selvogsgata er bara til skammar full af góðum vinalegur kisum með hrikalega eigendur. Köturinn minn fer með allri fjölskildunni í útilegur og er þá alltaf í bandi. Hún er sátt því við höfum dagleiðir ekki langar (og hún fær betri mat)enda erum við líka með börn sem við myndum heldur ekki þjösna langar leiðir.

Ég bý við endan á svokölluðum strand stíg og því eru mjög margir hunda eigendur á göngu við lóðamörk mín. Það er ekki óalgeng að það sé stór niðurgangs slumma skilinn eftir við innkeisluna. Mér finnst það mjög gróft alveg sama hvort það er 10cm inná lóð eða 10cm utan við innkeisluna. Það er jafn viðbjóðslegt. Ég hef heirt Íslendinag sem farið hafa til Indlands og annara landa hneigslast á fólki gera hægðir sínar við vegarkanntinn eða bara þar sem það stendur. Hundaskítur mannaskítur eða katta skítur, það er bara einn sem grefur hann.

Matthildur Jóhannsdóttir, 19.7.2013 kl. 11:34

2 identicon

Ég er sjálf katta- og páfagaukaeigandi og er þeirra skoðunar að allir eiga að bera ábyrgð á gæludýrum sínum og ónæðinu sem þeir geta valdið öðrum, sama hvort um eigendur hunda-, katta- eða annarskonar gæludýra er að að ræða ;-)

Josephina (IP-tala skráð) 19.7.2013 kl. 11:39

3 identicon

Já mér finnst að það ætti að vera leyfi fyrir kattahaldi, líkt og hundahaldi. Allt of margir fá sér kött í fljótræði og vita ekkert hvernig það er að eiga dýr. Síðan fer ljóminn af því og þá fær kötturinn bara að hugsa um sig sjálfur og kannski jafnvel bara hent út. Kom einu sinni að ketti á fullu að brína klærnar á sófanum mínum! Og í annað skipti þar sem ég bjó á jarðhæð og var með opin glugga fyrir ofan rúmið mitt, vaknaði kærastinn minn og ég upp við það að það hoppaði köttur ofan á okkur um miðja nótt!! Honum brá örugglega jafnmikið og okkur greyinu, en hann fékk nú samt að vita það að hann væri ekki velkomin inn í þá íbúðina enda hafði ég ekki áhuga á því að hann færi að gerast fastagestur!

Iris (IP-tala skráð) 19.7.2013 kl. 13:52

4 identicon

nota bene ég bý í 101

það er alltaf verið að ráðast inn á réttindi fólks ef það eru dýr og kettir en ef það td íbúð hjá félagsþjónustinni og það eru ólæti og ofbeldi ofl að þá er sagt að "einhvers staðar verða vondir að vera", það koma dósasafnarar og ganga inn á lóðina hjá mér og opna ruslið, oft komið krakkar og farið upp á skúr hjá manni, einhverjir aðilar krota á húsið hjá manni, maður þarf að hreinsa lóðina sína eftir flugeldaskot hjá einhverjum öðrum og sumir eru svo heppnir að þeir sem mæta í bæinn um helgar mígi bara á hús á einkalóð.

allt þetta fylgir því víst að búa í 101.

ég held að sumir þurfi nú að finna sér eitthvað meira að gera.

að minnast á ofnæmi guð minn góður. því ekki að banna fólki að vera með opinn poka af salthnetum á almennings svæði eða nágranna að rækta einhverja plöntu sem ég hafi ofnæmi fyrir.

ef það ætti nú að banna eitthvað þá væri það nú að leyfa hverjum sem er að blogga.

tryggvi (IP-tala skráð) 19.7.2013 kl. 20:04

5 identicon

Tryggvi, þú ert sorglegur.  Flestir sem eru með ofnæmi fyrir einhverju reyna að forðast ofnæmisvalda eins vel og þeir geta.  Og allt sem þú telur upp að fylgi því að búa í 101 er bara ekki rétt, það ert bara þú sem lætur ganga yfir þigþ

Einar (IP-tala skráð) 20.7.2013 kl. 04:00

6 identicon

einar þú ert fáviti. (voða skemmtilegur leikur)

ég er með ofnæmi fyrir frjókornum og grasi ég stjórna ekki vindátt eða hvað nágrannar gera hjá sér og berst til mín. þeir sem eru með ofnæmi reyna að forðast ofnæmisvaldana en þar sem við búum í samfélagi og ekki í öll í okkar plastkúlu að þá stjórnum við ekki öllu 100%

nefndu einn hlut sem ég taldi upp sem ég hef upplifað þar sem ég sem einstaklingur er að láta ganga yfir mig

tryggvi (IP-tala skráð) 20.7.2013 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband