8.7.2013 | 10:20
Forsetinn ákveður sig...
Forsetinn liggur undir feld heitir það. Á hann að undirrita lög um stórfellda lækkun veiðigjaldsins eða láta þjóðina úrskurða um málið. Hér og nú er ég viss um að hann staðfestir lögin og skýrir það með einu allsherjar bulli, eins og honum einum er lagið. Það, að ríkisstjórnarflokkarnir ætli að gefa gjaldið eftir með þessum hætti er óásættanlegt. Að mínu mati er slík gjöf ákvörðun þjóðarinnar, þeirra sem eiga miðin. Því miður sátu flokkar hliðhollir útgerðafélögunum í stjórn alltof lengi, annars hefði lýðurinn sennilegast notið fyrr af auðlind sinni. Ég vona að mér skjátlist um forseta vorn, held þó ekki.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.