Bleiusjóður Eirar...hneyksli!

Frétt http://www.dv.is/folk/2013/7/5/bleiusjodur-eirar-borgadi-utanlandsferdir/ segir okkur frá misnotkun þróunarsjóðs Eirar. Hér er um hneyksli að ræða. Kærar á þá einstaklinga sem aðkomu fyrir þjófnað. Hér á endurgreiðsla án refsingar ekki að vera möguleg. Stjórnendur lepja ekki dauðann úr skel, ágætlega er borgað fyrir stjórnunarstöður á elliheimilum. 

Hver er ábyrgð stjórnar Eirar, ég spyr. Það að forstjórinn sé erlendis á hverju ári á kostnað stofnunarinnar hlýtur að vekja athygli stjórnarmanna. Eins og ég segi, að sitja í stjórn er ekki áhyggjulaus heiður. Menn verða að axla ábyrgð þó synt sé á móti straumnum. Stjórnarmenn geta látið bóka mótmæli sín og athugasemdir og hafi enginn gert það, eru þeir samsekir.

 Þróunarsjóð á að nota til að efla þekkingu, hæfni og færni starfsmanna og ekki veitir af á Eir. Þar starfa margir ófaglærðir starfsmenn sem hafa jafnvel íslensku sem annað mál.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband