5.7.2013 | 08:26
Með ólíkindum
Hvað vakir fyrir rekstraraðilum að stofna lífi gesta sinna í hættu. Útlendingar ganga út frá að um löglegan rekstur sé að ræða þegar þeir panta gistingu. Mæli sannarlega með að taki verði hart á svona löguðu. Forkólfar ferðaþjónustunnar hafa margítrekað bent á framboð ólöglegra gistiplássa og vonandi er þetta liður í að fækka þeim.
Svona nokkuð spyrst út og getur eyðilagt fyrir þeim löglegu aðilum sem stunda slík viðskipti.
Gistiheimili án rekstrarleyfis lokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl Helga Dögg. Ég held að aðal vandamálið í þessu sé það að þegar upp um fólk kemst þá eru engin viðurlög við þessu. Það er bara skamm og ekki aftur. Áhættan er því engin en gróðavonin töluverð.
Tryggvi (IP-tala skráð) 5.7.2013 kl. 19:29
Sæll Tryggvi.
Satt segir þú, hér þyrftu að koma til mjög háar fjarsektir og upptaka búnaðar sem notaður er í þessu skyni. Reyndar er það erfitt þegar fólk leigir íbúðir sínar í ákveðinn tíma. Hér á Norðurlandi, þar sem ég bý, kom auglýsing í póstkassann þar sem ég var beðin að skoða hvort ég vildi leigja íbúðina mína í nokkrar vikur, svipað og verkalýðsfélög gera, gróðravon. Ákvörðunin er alfarið mín, hvort ég gæfi slíkt upp o.fl. í þeim dúr. Vona að menn hugsi sig tvisar um áður en þeir stökkva á svona tilboð.
Kveðja, Helga Dögg
Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2013 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.