2.7.2013 | 21:45
Skýrslan margumtalaða
Manni blöskrar eina ferðina enn. Stjórnmálaleg afskipti af öllum stofnunum er með öllu ólíðandi, hefur verið og er enn. Fagfólk fær ekki störf og stofnanir blæða vegna þekkingarleysis þeirra sem fara fyrir stofnunum. Íbúðalánasjóður er enn eitt dæmið. Eitt get ég sagt, er logandi hrædd við að sagan endurtaki sig nú þegar Framsóknar- og Sjálfstæðismenn sitja í ríkisstjórn. Reyndar bind ég von við að nýja fólkið sé ekki eins forhert og forverar þeirra. Þetta er bara von, fátt bendir til þess. Það sýna gjörningar Framsóknarþingmanna og ráðherra á þeim fáum vikum sem þeir hafa stjórnað landinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.