26.6.2013 | 10:38
Vilhjálmur ekki ópólitískur í skrifum
Ég hef undanfarin misseri fylgst með skrifum Vilhjálms Birgissonar verkalýðsforkólfs á Akranesi sem segir sig ópólitískan. Það má vel vera að hann sé það. Hins vegar er það ekki að sjá í skrifum hans. Það er með eindæmum að hann gagnrýni fyrri ríkisstjórn, sem er sannarlega leyfilegt, en tekur upp hanskann fyrir þá ríkisstjórn sem komst inn vegna þess að hún ætlaði að bjarga heimilum STRAX og hún kæmist í ráðherrastólana. Öll skrif hans hafa breyst að mínu mati alla vega það sem snýr að stjórnvöldum. Vera kann að það séu mínir annmarkar.
Kveðja, Helga Dögg
Athugasemdir
Eg finn ekki að Vilhjálmur se pólitiskur hvorki i ræðu ne riti ...heldur stendur með! Rettlæti "..og afneytar "órettlæti "
rhansen, 26.6.2013 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.