15.6.2013 | 10:58
Dorit býr í Bretlandi...við þegjum!
Samkvæmt fréttum býr forsetafrúin ekki hér á landi http://www.visir.is/olafur-og-dorrit-med-sitthvort-logheimilid/article/2013706159993
Mér er óskiljanlegt af hverju þetta er látið viðgangast. Hér sannast máltækið Jón og séra Jón. Að forseti lýðveldisins, sem telur sig fyrir menn og málefni hafinn, skuli komast upp með þetta er með ólíkindum. Nú með gjörning sem öllum öðrum er bannaður. Það að forsetafrúin sleppi við að borga skatta en njóti á annan hátt að vera íslenskur ríkisborgari er þessari konu til vansa. Mér finnst óeðlilegt að útlendingur sitji að Bessastöðum og komi fram yfir hönd íslensku þjóðarinnar. Hvers konar hugarfar ber forsetinn, hann talar gegn ESB en hlúir að frú sem býr í slíkum landi og vill að hún geri...til að sleppa skattgreiðslu. Hef sagt og segi enn, Ólafur Ragnar Grímsson er leikari ekki forseti og ein af hörmungum þjóðarinnar er að hafa þennan mann á Bessastöðum, hef sagt það áður og segi enn.
Íslendingar eru með fráskilin þjóðhöfðingja samkvæmt reglum um búsetu.
Kveðja, Helga Dögg
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.