14.6.2013 | 12:27
Bera sjálfar ábyrgð-PIP púðar
Þær konur sem velja brjóstastækkun vegna útlits hafa að mínu mati ekki rétt á bótum úr sameiginlegum sjóðum. Þetta er ákvörðun sem konur taka einar og óstuddar og ég sem skattgreiðandi er ekki spurð. Sé brjóstastækkun hins vegar ráðlög af lækni, t.d. vegna brjóstnáms er það allt annað. Umræddar konur verða að sækja kostnað og bætur til læknisins sem gerir slíka aðgerð á einkastofu. Mér finnst sú krafa að ríkið hlaupi undir bagga fráleit, nóg komið, ríkið borgaði fyrir þær sem vildu láta fjarlægja púðana. Sama á að gilda um allar fegrunaraðgerðir sem eru á eigin ábyrgð.
Kveðja, Helga Dögg
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.