Ekki ánægð...kosningaúrslit!

Get ekki sagt að ég sé sátt við niðurstöður kosninganna. Hins vegar virði ég úrslitin og hlakka til að sjá hvernig og hver næsta stjórn verður. Framsóknarflokkurinn er sennilega í lykilaðstöðu og því dapurt að heyra að Sigmundur fyrir hönd Framsóknar lætur hafa eftir sér að ekkert verði gefið eftir í stefnu flokksins. Í slíkum samningaviðræðum mun ekki ganga vel, það hljóta allir að gefa eitthvað eftir. VG fengu nú oft að heyra að um kosningasvik hefði verið að ræða þegar aðildarviðræðurnar við ESB hófust. Nei ekki segi ég það, þetta var hluti samnings sem VG vissi hvað innihéldi. 

Vonandi næst í stjórn fyrr en seinna því ekki er gott að hafa landið ,,stjórnlaust" of lengi. Mörg málefni sem bíða úrlausnar og ég vona að skattalækkanir komi fljótlega svo og úrbæturnar í þeim málaflokkum sem Sjálfstæðis-og Framsóknarflokkurinn lofuðu. Getur ekki verið mikið mál að kippa því í liðinn sem aflaga fór hjá hinum, samkvæmt orðum þeirra þegar þeir voru í stjórnarandstöðu.

Bjartir tímar framundan, koma tímar koma ráð...ég ætla allavega að vera bjartsýn.

Sumarkveðja, Helga Dögg 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það myndi veikja samningsstöðu Framsóknar ef Sigmundur færi að gefa yfirlýsingar að hann sé tilbúinn í svo og svo mikinn afslátt af stefnu flokksins, áður en stjórnamyndunarviðræður hefjast.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.4.2013 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband