21.4.2013 | 08:51
Menntun Alþingismanna
Baráttan fyrir þingsæti er komin fyrir neðan beltisstað þegar menntun einstakra þingmanna er rædd með þeim hætti sem gert er um formann Framsóknar. Vissulega á að gefa upp menntun þannig að kjósendur sjái hvað er á bak við hvern og einn og það er gert. Að menn skuli síðan eltast við einstaka frambjóðanda er frekar lágkúrulegt. Kjósendur verða að treysta því að frambjóðendur segi satt og rétt frá. Þrátt fyrir að ég falli ekki fyrir ofurloforðum Framsóknar finnst mér eltingarleikur við menntun formannsins ómakleg.
Kveðja, Helga Dögg
Athugasemdir
Menntun er ofmetin, greynd er vanmetinn þáttur.
Menntun getur verið af hinu góða ef greyndin til að nota menntunina er í samræmi við menntun.
Það að vera með háskólagráður er ekki samasemmerki um að manneskjan kunni og viti hvað egi að gera. Verkvitið er ekki kennt það er áunnið gegnum alvöru vinnu.
Kveðja
Ólafur Björn Ólafsson, 21.4.2013 kl. 09:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.