19.4.2013 | 17:11
Hræsni
Enn einn brandarinn í flutningum væntanlegra þingmanna. Menn berjast gegn jöfnu atkvæði landsmanna til að tryggja jöfnuð á meðal landssvæða. Þetta er ein leiðin til þess, menn flytja af höfuðborgasvæðinu til landsbyggðarinnar, að nafninu til. Hræsni, svo ekki sé dýpra í árina tekið. Eitt atkvæði á mann er löngu tímabært.
Kveðja, Helga Dögg
Sigmundur Davíð fluttur til Austurlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fær s.l.dreifbýlisstyrk.
Ragnar Gunnlaugsson, 19.4.2013 kl. 17:32
já - þetta er subbulegt
Rafn Guðmundsson, 19.4.2013 kl. 17:40
Steingrímur J. er með lögheimili norður í Þistilfirði en hefur haft fasta búsetu í Seljahverfinu ásamt fjölskyldu í amk. 30 ár
Samúel Sigurjónsson (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 18:29
Subbulegt kannski, en ekki eins subbulegt og að stela Þróunarfélaginu. Framsóknarmenn hafa löngum þótt fingralangir og siðblindir með afbrigðum og ekki vílað fyrir sér að beygja eða brjóta reglur og lög ef þeim hentar. Man einhver eftir Finni Ingólfs? Hann gengur ennþá laus og makar krókinn big time. Spillingin hefur alltaf verið alsráðandi í íslensku þjóffélagi.
Guðmundur Pétursson, 19.4.2013 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.