18.4.2013 | 21:16
ESB-viðræður
Nýjasta könnun sýnir að almenningur vill klára samninginn við Evrópusambandið. Sem betur fer segi ég, vil þurfum að hafa eitthvað í höndunum þegar ákvörðun er tekin. Mér er óskiljanlegt hvernig hægt sé að segja nei og vita ekki hvað samningur hefur í för með sér. Mér þykir það valdníðsla að taka þann rétt frá okkur að sjá samning áður en við höfnum eða samþykkjum.
Verð að segja eins og er, öll þessi framboð valda mér hugarangri. Hlustaði að hluta til á kappræður í kvöld, fulltrúa þeirra sem bjóða fram á Norðausturlandi. Hrifningin í lágmarki hjá mér.
Kveð, Helga Dögg
Athugasemdir
Helga, þjóðin var aldrei spurð að því hvort fara ætti í þessar svokölluðu viðræður. Henni var einfaldlega neitað um það þótt yfir 70% vildu það samkvæmt skoðanakönnunum. Svipað hlutfall og raunar er andsnúið inngöngu.
Nú liggur blekkingaleikurinn í Ví að upplýsa þjóðina ekki um það hvað þessar viðræður þýða í raun og veru, en hér er ekki um eiginlegar samningaviðræður að ræða eins og skýrt kemur fram í reglum sambandsins, heldur er okkur gert að innleiða allt regluverk sambandsins áður en hægt verður að skrifa undir inngöngu. Þetta er semsagt aðlögunar og innlimunarprósess.
Það stórkostlega vitlausa í þessu öllumer að það er ljóst að inngöngu verður hafnað og þá sitjum við engu að síður uppi með þetta regluverk sem þýðir að við höfum afsalað fullveldi að mestum hluta til löggjafa og miðstýringar ESB. Hvernig ætla menn að vefja ofan af því og hvað mun það kosta okkur?
Menn tala fjálglega um það að þetta sé réttindamál að kjósa um þetta eftir að viðmerum praktískt séð gengin í sambandið. Hefði ekki verið lýðræðislegra að spyrja þjóðina í upphafí? Er ekki lýðræðislegra að stöðva viðræður og fara aftur að fyrstu spurningunni:" Á að sækja um aðild að evrópusambandinu?"
Kynntu þér málið betur því þú ert augljóslega ein af þeim sem hefur verið plötuð gersamlega upp úr skónum.
Það er verið að leysa upp lýðveldið og lýðræðið en ekki styrkja það. Allt annað eru Orwellísk öfugmæli.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2013 kl. 01:12
Sé að þú ræðir stjórnarskrárfrumvarpið hér að neðan og virðst líka hafa misst af pointinu í þeim sírkús.
http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492
Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2013 kl. 01:16
Hér er örstutt þýðing úr reglum sambandsins varðandi "viðræðurnar":
* Í plagginu Understanding Enlargement – The European Union’s enlargement policy, útg. af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins 27.7. 2011, segir:
"Inntökuviðræður varða hæfni umsækjandans [umsóknarríkisins] til að taka á sig skyldurnar sem fylgja því að verða meðlimur [í Evrópusambandinu]. Hugtakið "viðræður" getur verið misvísandi. Inntökuviðræður beinast sérstaklega að (focus on) skilyrðum og tímasetningu á því, að umsóknarríkið taki upp, innfæri og taki í notkun reglur Evrópusambandsins, um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (sem einnig eru þekktar sem acquis, franska orðið um "það sem samþykkt hefur verið") eru ekki umsemjanlegar (not negotiable). Fyrir umsóknarríkið er þetta í kjarna sínum mál sem snýst um að samþykkja hvernig og hvenær ESB-reglur og ferli verði tekin upp og innfærð. Fyrir ESB er [hér] mikilvægt að fá tryggingar fyrir dagsetningu og virkni hvers umsóknarríkis í því að innfæra reglurnar."
Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2013 kl. 01:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.